Útbúðu þína eigin hnetusteik

Sólveig Eiríksdóttir á Gló.
Sólveig Eiríksdóttir á Gló. mbl.is/Golli

Sollu Eiríksdóttur finnst ómissandi að fá sína ljúffengu hnetusteik á jólunum. Hér sýnir hún lesendum hvernig við eigum að bera okkur að þegar við matbúum eina slíka.

2 laukar, smátt saxaðir
300 g sæt kartafla, skorin í bita
300 g sellerírót, skorin í bita
300 g kartöflur, skornar í bita
4 msk tómatpuré
2 msk timían
2 msk karrí
1/2 tsk chili
1 msk salt
200 g kasjúhnetur, ristaðar og malaðar
200 g möndlur, ristaðar & malaðar
200 g heslihnetur, ristaðar og malaðar

Aðferð:

Forbakið grænmetið og kartöflurnar í ofni við 200°C í um 10-15 mín. Ristið og malið hnetur. Setjið allt í hrærivél og hrærið saman. Setjið bökunarpappír í form eða smyrjið, gott er að strá sesamfræjum eða muldum hnetum í botninn áður en steikin er sett í. Bakið við 180°C í um 40 mín. Ef þið mótið hverja sneið fyrir sig er bökunartíminn 12-15 mín við 200°C.

Mjög gott með eplasalati og sveppasósu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál