Fimm leiðir til að vakna betur á morgnana

Það getur verið erfitt að vakna á morgnanna.
Það getur verið erfitt að vakna á morgnanna. mbl.is/AFP

Hvað er það fyrsta sem þú gerir er þú vaknar á morgnana? Flestir svara þessari spurningu svona: „Ég nota símann sem vekjaraklukku þannig að þegar ég er kominn með símann í hendurnar skoða ég tölvupóst, skilaboð og Facebook.“

Samkvæmt vefsíðunni Mind Body Green er þetta ekki góð leið til að byrja daginn. Það er mögulegt að þú fyllist kvíða og áhyggjum yfir skilaboðunum sem streyma til þín og þær tilfinningar geta varað allan daginn.

Þegar við vöknum á morgana erum við viðkvæm og það tekur nokkrar mínútur fyrir okkur að jafna okkur eftir nóttina.

Prufaðu í eina viku að byrja daginn á einhverju öðru en að fara beint í símann. Hér eru nokkrar leiðir sem þú gætir tileinkað þér fyrstu mínúturnar eftir að þú vaknar.

Vertu í núinu. Slakaðu á fyrstu mínúturnar eftir að þú vaknar og vertu í núinu.

Skrásettu drauma þína. Skrifaðu niður það sem þig dreymir. Með því getur þú reynt að skilja betur hvaða skilaboð þú ert að fá í gegnum drauma þína.

Dagbók. Hvenær skrifaðir þú síðast í dagbók? Að halda dagbók er eitt það besta sem þú getur gert fyrir þig. Það er góð leið að byrja daginn á því að skrifa í dagbók. Þú þarft ekki að skrifa mikið, það geta þess vegna verið falleg orð, uppbyggjandi orð til þín.

Gerðu jógaæfingar. Það eru til mörg kennslumyndbönd á vefnum með einföldum jógaæfingum sem allir ættu að geta gert. Það er mjög gott að byrja daginn á því.

Opnaðu glugga eða farðu út. Það er ekkert betra en að fá ferskan vind framan í sig. Það frískar þig og það verður auðveldara að vakna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda