„Þetta er svolítið eins og drekka sand“

Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir.

„Ég er svag fyrir öllu sem ég held að geri mér gott og þess vegna prófaði ég kísilinn. Ég er mjög viðkvæm fyrir candida þannig að ég fór að taka kísilinn inn út af því og einnig fyrir húðina. Nú finn ég mikinn mun á hárinu, húðinni og nöglunum,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsudrottning sem drekkur kísil og líður mun betur. 

„Kísill slær líka á matarlöngun, maður verður ekki lystarlaus en hann kemur manni í jafnvægi. Auk þess hef ég verið járnlítil og kísillinn er góður fyrir hann.“

Kísill er talið fjórða mikilvægasta næringarefnið fyrir mannslíkamann. Kísill vinnur gegn því að sníkjudýr, myglu- og kandídasveppir geti þrifist í líkamanum og kísill hjálpar til við að afeitra líkamann og losar hann við þungmálma og önnur eiturefni sem safnast hafa fyrir í meltingarfærum, frumum eða öðrum líffærum. Kísill gegnir mikilvægu hlutverki við upptöku annarra steinefna í líkamanum. Talið er að margir einstaklingar þjáist af kísilskorti en kísill hjálpar okkur að nýta t.d. járn, kalk og magnesium. Kísill getur einnig hjálpað við að styrkja hár, húð og neglur. Hann getur lækkað háan blóðþrýsting jafnvel, hátt kólesteról, dregið úr matarlyst, unnið gegn beinþynningu, hreinsað út gamalt uppsafnað slím úr líkamanum, hægt á öldrun, unnið gegn tannskemmdum og sýkingum í tannholdi, blæðingum í gómi sem og þvagfærasýkingum.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að kísill getur flýtt fyrir því að bein grói eftir beinbrot og hann vinni gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sem og lungnasjúkdómum. Kísillinn er góður fyrir þá sem glíma við kandída, fæðuóþol, minnisleysi, magasár, brjóstsviða, uppþembu, andremmu, harðlífi, niðurgang og gigt.

Ebba Guðný segir að það sé lítið bragð af kísilnum og þetta sé svolítið eins og drekka sand. En drekkur hún kísil allt árið um kring? „Ég tek skorpur og tek hann í nokkrar vikur og klára dallinn og tek þá hlé. Takist eftir þörfum, myndi ég segja. Maður finnur strax muninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda