Okkur langar flest að vera jákvæð og gefa frá okkur góða strauma. Stundum þurfum við bara að æfa okkur í því að vera jákvæðari.
Á vefsíðunni Mind Body Greeen má finna 30 daglegar æfingar sem gætu skipt máli.
1. Vertu stolt/ur af hæfileikum þínum. Hæfileikar okkar skipta máli og heimurinn þarfnast þeirra.
2. Reyndu að gefa af þér. Leiðbeindu þeim sem þú sérð um og taktu eftir afrekum þeirra, komdu fram við alla að virðingu.
3. Þú veist hvað þú vilt ekki. Reyndu að læra af þeim sem þú berð virðingu fyrir.
4. Vertu meðvituð/aður um þinn þátt í ágreiningi sem á sér stað á skrifstofunni og reyndu að útkljá málin. Það gerir þig að flottri fyrirmynd að viðurkenna mistök.
5. Reyndu að virkja alla til að gera eitthvað jákvætt. Ef það er ekki verið að endurvinna í vinnunni þinni skaltu koma því í gegn og fá alla í lið með þér.
6. Reyndu að endurvinna heima hjá þér. Þér líður betur ef þú veist að þú ert að gera góða hluti fyrir umhverfið.
7. Vertu meðvituð/aður um það sem þú átt í skápunum. Skoðaðu miðann á öllu sem þú borðar og notar til þess að þrífa.
8. Sparaðu rafmagnið. Slökktu ljósin í því herbergi sem enginn er í. Ekki láta vatnið renna á meðan þú burstar tennurnar.
9. Vertu ábyrgur dýraeigandi. Það þýðir ekki bara að þú eigir að taka upp úrganginn úr dýrinu heldur áttu að koma fram við dýrin eins og aðra fjölskyldumeðlimi.
10. Hlustaðu fyrst. Ef þú vilt fá stuðning hjá einhverjum þá leitarðu til einhvers sem talar ekki stanslaust um sjálfan sig. Hlustun er mikilvæg í öllum samböndum.
11. Hættu að kenna öðrum um. Reyndu að setja þig í spor annarra.
12. Vertu sá maki sem þú vildir að þú værir með. Langar þig í meiri rómantík í sambandinu? Vertu þá rómantískari. Maki þinn mun taka eftir því og fara að haga sér eins.
13. Sinntu foreldrahlutverkinu af virðingu og vertu í tengingu við börnin þín. Börnin eru bestu kennararnir. Með því að standa þig vel í foreldrahlutverkinu hefurðu áhrif á börnin og börn þeirra og svo framvegis.
14. Komdu fallega fram við aðra. Þú færð það margfalt til baka. Ef þú eldar súpu fyrir veikan vin eða huggar vin þinn sem er í ástarsorg muntu fá það margfalt til baka.
15. Reyndu að kynnast nágrönnum þínum. Í stórborgum er hætt við því að fólk einangrist og verði einmana. Talaðu við nágranna þinn ef þú hittir hann og sýndu honum áhuga.
16. Taktu þátt í hjálparstarfi. Þú gætir til dæmis lesið fyrir eldra fólk á elliheimili sem á mögulega engan að. Möguleikarnir eru margir. Nýttu hæfileika þína og reyndu að gleðja aðra.
17. Vertu örlát/ur og kurteis. Haltu á matarpokunum fyrir nágranna þinn ef hann vantar aðstoð. Opnaðu dyrnar fyrir aðra. Þakkaðu fyrir þig. Þessir litlu hlutir skipta máli.
18. Vertu forvitinn og með opinn huga. Áttu vinnufélaga sem stundar óvenjulegt áhugamál? Spurðu út í það og sýndu áhuga.
19. Umvefðu þig jákvæðu fólki. Ef þú ert í kringum jákvætt, upplífgandi og skemmtilegt fólk verður þú það líka.
20. Komdu fram við líkama þinn af virðingu. Hreyfðu þig og komdu blóðinu af stað.
21. Útrýmdu neikvæðum hugsunum. Ef þú ert alltaf með neikvæðar hugsanir þarftu að vinna í þínum málum. Ef þú ert að hugsa eitthvað sem þú myndir aldrei setja út úr þér þarftu að vinna í þér.
22. Hreinsaðu til hjá þér öðru hvoru. Það er nauðsynlegt að hreinsa stundum til hjá sér og halda áfram.
23. Lærðu að elska sjálfan þig. Er einhver líkamspartur sem þér líkar ekki við? Skoðaðu þann líkamspart í 30 daga í speglinum og segðu upphátt að þú elskir hann. Virtu allan líkama þinn fyrir þér og segðu það sama. Þetta hefur áhrif.
24. Fyrirgefðu sjálfri/um þér. Við höfum öll gert mistök sem við viljum ekki endurtaka. Þetta er bara nokkuð sem allir ganga í gegnum. Notaðu orku þína í eitthvað annað en að hugsa stöðugt um fortíðina.
25. Lærðu eitthvað. Lestu blöð og vertu meðvituð/aður um það sem er að gerast í heiminum.
26. Ekki standa hjá ef það er verið að traðka á einhverjum í kringum þig. Með því að stöðva einelti gætir þú mögulega breytt lífi einhvers.
27. Treystu öðrum þangað til þú hefur ástæðu til annars. Trúðu á það góða í fólki.
28. Æfðu þig í því að vera þolinmóð/ur. Bílstjórinn í bílnum fyrir framan þig keyrir of hægt og þú ert að brjálast. Það gerir ekki neitt, bílstjórinn fer ekki hraðar og þú verður bara stressuð/aður.
29. Ekki setja þig á háan hest. Sá sem afgreiðir þig þegar þú kaupir kaffi gæti verið alveg jafn klár og hæfileikaríkur einstaklingur og þú. Allir stefna að einhverju. Berðu virðingu fyrir öðrum.
30. Ást. Þú þarft að elska, allir í kringum þig vilja það, og heimurinn vill ást. Komdu fram við alla af ást og kærleika.