Tvíburarbræðurnir Alexanders Van Tulleken og Chris Van Tulleken eru eineggja. Þeir ákváðu að fara á sitthvorn megrunarkúrinn, sá fyrrnefndi fór á lágkolvetna-kúrinn en sá síðarnefndi borðaði aðeins fitusnauðan mat. Ástæðan fyrir megrunarkúrunum var að báðir höfðu þeir bætt heilmiklu á sig síðustu 11 árin.
„Tvíburabróðir minn, Chris Van Tulleken og ég höfum bætt á okkur heilmikilli þyngd síðan við fengum læknisleyfin okkar fyrir 11 árum. Þegar ég var léttastur var ég rúm 60 kíló, sem er ekki mikið fyrir mann sem er 182 sentímetrar á hæð. Þegar ég flutti til Bandaríkjanna breytti ég um lífsstíl - fór að lifa kyrrsetulífi og á nokkrum árum var ég orðinn 111 kíló,“ segir Alexander og játar að þegar hann var kominn í þriggja stafa töluna hafi hann verið orðinn feita útgáfan af bróður sínum, sem bjó í Englandi og var 79 kíló.
„Það er hægt að kenna letilífi um aukakílóin eða genum okkar og hormónum. Ef þú hins vegar ert með grannan tvíburabróður og annan feitan, er erfiðara að kenna einhverju um. Ég kenndi álaginu sem því fylgdi að eignast minn fyrsta son, en það í raun útskýrir ekki hvað breyttist,“ segir hann og játar að þrátt fyrir að vera sjálfur læknir hafi hann ekki vitað hvernig hann ætti að fara að því að grennast.
„Í aðalatriðum erum við öll að fitna út af því að við borðum of mikið og hreyfum okkur ekki nóg. Rétt? Ekki alveg ef þú skoðar hvernig fita vinnur annars vegar og sykur hins vegar.
Í mörg ár hélt ég að fita væri slæm fyrir þig; að þú fitnaðir af því að borða fitu, og að matur sem er væri ekki með mikilli fitu væri góður.
Af hverju er það svo? Í óvenjulegri rannsókn fyrir BBC Horizon, var Chris Van Tulleken og mér, falið að fá svör við þessum spurningum með því að fara á tvo mismunandi megrunarkúra í mánuð,“ segir hann og bætir við:
„Eineggja tvíburar eins og við erum eru fullkomnir í tilraunir sem þessar af því að við erum með nákvæmlega sömu genin. Það þýðir að allar breytingar sem verða á líkömum okkar eru tengdar megrunarfæðinu en ekki genum okkar.
Ég fór á kolvetnislausan megrunarkúr, þá mátti ég alls ekki borða sykur – en Chris borðaði nánast enga fitu.
Við máttum borða nánast eins mikið og við vildum. Ég mátti ekki borða kolvetni og Chris mátti borða mjög lítið af fitu – allir þurfa smá fitu til að komast af, en hann ásetti sér að borða mat sem var með minna en 2 prósent fitu.
Allt annað gerðum við eins, við hreyfðum okkur jafn mikið og lifðum svipuðu lífi.
Báðir þessir megrunarkúrar voru ömurlegir. Ég hélt að ég væri með betri samningin; ég mátti borða kjöt, fisk, egg og ost.“
„Ég var þreyttur og andfúll“
„Með því að taka út kolvetnin var verið að taka allt það góða úr máltíðinni. Allt grænmeti og allir ávextir innihalda kolvetni svo að ég gat ekki borðað það. Þrátt fyrir að ég væri aldrei svangur, var ég þreyttur og andfúll.
Mataræði Chris var ekkert betra. Honum fannst hann aldrei vera saddur, var alltaf að fá sér eitthvað á milli mála, og honum fannst eins og mér að allt það góða væri farið úr máltíðinni; pasta án ólívuolíu er ekki gott.
Það góða við báða kúrana var að það var auðvelt að fylgja mataræðinu eftir, það var bara ein einföld regla.
Chris Van Tulleken og ég misstum báðir mörg kíló á þessum mánuði. Ég missti fjögur kíló á mánuðinum en hinar niðurstöðurnar voru ekki eins og við bjuggumst við.
Það sem margir tala um sem eru á lágkolvetna mataræði er þegar líkaminn býr til efni kallað ketón, sem getur virkað eins og bensín á heilann.
Málið er að maturinn er ekki góður fyrir heilann. Þrátt fyrir að ég hafi ekki fundið fyrir hungurtilfinningu fannst mér ég alltaf vera þreyttur og heilinn á mér starfaði ekki sem skyldi.
Við bræðurnir fórum til dæmis í leik þar sem að við byrjuðum báðir með 19 milljónir í platpeningum. Hann þrefaldaði þá upphæð fáum klukkutíma og ég átti ekki séns í hann.“
Hann segir að sömu söguna hafi verið að segja af líkamlegum styrk hans.
„Við eyddum degi með Nigel Mitchell, hjá Sky Cycling. Eftir nokkrar prófanir hjá honum sem samanstóðu meðal annars af hjólaæfingu þar sem við hjóluðum upp brekku, fór hann yfir niðurstöðurnar. Enn og aftur stóð Chris Van Tulleken sig betur.
Það þýðir að þrátt fyrir að ég hafi misst fleiri kíló en Chris Van Tulleken, fannst mér allt vera erfiðara.
Tilraun okkar leiddi í ljós að þú getur misst mörg kíló, eins og ég gerði á lágkolvetna mataræði, en það er ekki endilega gott fyrir þig.“
„Raunverulega ástæðan fyrir því að við erum að fitna liggur ekki í fitunni eða sykrinum“
„Þú getur einnig misst einhver kíló á fitusnauðum megrunarkúr eins og Chris Van Tulleken, en yfir langt tímabil getur það að sleppa því alfarið að borða sykur haft neikvæð áhrif á heilsuna.
Það áhugaverðasta í þessu öllu saman var að við áttuðum okkur á því að við vorum að spyrja vitlausra spurninga. Þetta er ekki spurning um hvað sé verra fyrir þig, fitan eða sykurinn, heldur frekar hvaða matur er það sem gerir það að verkum að við erum að fitna og af hverju?
Við komumst að því að raunverulega ástæðan fyrir því að við erum að fitna liggur ekki í fitunni eða sykrinum.
Sykur einn og sér er ekki svo ávanabindandi. Það er fitan ekki heldur; hvenær vaknaðir þú um miðja nótt til þess að fara inn í ísskáp að fá þér skeið af smjöri?
Það er samsetning fitu og sykurs sem er svo ávanabindandi.“
Tvíburabræðurnir ræddu við vísindamenn í kjölfarið sem sýndu þeim samsetningu af fitu og sykri sem meðal annars finnst í súkkulaði og ís - samsetningin hefur svipuð áhrif á heilann og kókaín.
Ef þú fjarlægir annaðhvort er ísinn ekki lengur spennandi og alls ekki ávanabindandi. Kaloríurnar fækka líka við það.
Niðurstaðan er því að ef þig langar að missa einhver kíló ættir þú að forðast að borða unninn mat sem er búin til úr sykri og fitu. Þessi matur hefur áhrif á heilann á allt annan hátt en hreinn matur auk þess er erfitt að borða ekki of mikið.
Allir þeir megrunarkúrar sem útiloka fitu eða sykur eru bragðvondir, erfiðir að fylgja eftir og örugglega slæmir fyrir heilsuna líka.