Bara fyrir þá sem eru 20 kílóum of þungir

Guðríður Torfadóttir þjálfari í Biggest Loser.
Guðríður Torfadóttir þjálfari í Biggest Loser.

Guðríður Torfadóttir, annar þjálfari The Biggest Loser Ísland, segist finna fyrir gífurlegri vakningu meðal fólks í yfirvigt en hún starfar hjá Reebok Fitness. Stöðin opnaði á dögunum fyrir skráningu á námskeið fyrir fólk sem þarf að missa 20 kíló eða meira en námskeiðið fylltist samdægurs. Gurrý, eins og hún er kölluð, er ákaflega ánægð og þakkar þáttunum þessa miklu vitundarvakningu sem hefur orðið.

„Þetta eru 10 vikur og fólk mætir fimm sinnum í viku á æfingar. Æft er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 19:30 og svo um helgar kl. 9 en það námskeið er nú þegar orðið uppselt og vorum við að bæta við öðru námskeiði á sömu dögum kl. 18:30 og laugardögum og sunnudögum kl. 9. 

Með þessu fyrirkomulagi hittum við keppendur fimm daga vikunnar og það er gríðarlegt aðhald. Á laugardögum förum við í jóga og teygjur og síðan á sunnudögum fjölbreytt og óvænt,“ segir Gurrý í skýjunum með áhugann.

Gurrý segir að námskeiðið sé bara fyrir þá sem þurfa að missa 20 kíló eða meira. 

„Þetta námskeið er ekki fyrir fólk í kjörþyngd. Það eru þó nokkrir keppendur úr þáttunum að æfa hjá mér bæði á lokuðu námskeiði sem þessu og þess fyrir utan.“

Hún segist finna fyrir aukinni vakningu um offitu eftir að The Biggest Loser Ísland fór í loftið.

„Það koma margir til okkar í Reebok Fitness sem hafa kannski ekki þorað inn á líkamsræktarstöð áður og það er bara frábært. Við viljum hafa vinalegt umhverfi þar sem allir geta æft óháð formi eða þyngd. Vonandi áttar fólk sig á því hvað það er hættulegt að vera í mikilli ofþyngd fyrir utan hvað það skerðir öll lífsgæði.“

Kolbrún Pálína Helgadóttir hjá Sporthúsinu tekur í sama streng. „Fyrirspurnum um námskeið fyrir fólk í mikilli yfirvigt hefur fjölgað gífurlega. Við munum bregðast við því á næstu dögum og stefnum á að bjóða upp á lokuð námskeið,“ segir Kolbrún Pálína.

Sömu áhrifa gætir hjá fleiri líkamsræktarstöðvum og má því segja að allt Ísland iði eftir að koma sér í form líkt og keppendur þáttanna vinsælu en þau hafa nú misst hátt í 140 kíló samanlagt á þremur vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda