Svona borða keppendur í Biggest Loser Ísland

Evert Víglundsson segir að það borgi sig að borða 85% …
Evert Víglundsson segir að það borgi sig að borða 85% hollt.

Evert Víglundsson þjálfari í Biggest Loser Ísland setur einfaldar reglur um mataræði keppenda. Mataræðið á að vera hreint, fólk á að borða reglulega og í hófi og velja sér mat sem gerir því gott. Hann segir að mataræðið eigi að færa fólki nægilega orku í daglegu amstri án þess að það safni fitu.

En hvað er á matseðlinum? „Kjöt, fiskur og egg, grænmeti og ávextir, hnetur og fræ og vatn. Mataræði keppenda í Biggest Loser byggist á svokölluðu Paleo/Caveman-mataræði sem er þekkt um allan heim og mikið notað meðal fólks sem er annt um heilsuna. Paleo mælir einfaldlega með að þú borðir náttúrulega fæðu í eins náttúrulegu ástandi og unnt er líkt og frummaðurinn gerði forðum,“ segir Evert.

Til að einfalda keppendum að koma sér af stað í mataræðinu færði Evert þeim bókina „It Starts With Food“ eftir hjónin Dallas og Melissu Hartwig.

„Í bókinni setja Dallas og Melissa upp kerfi sem þau kalla Whole30 sem er 30 daga hreinsun/endurstilling fyrir líkamann. Í bókinni útskýra þau kerfið ítarlega, á mannamáli og fara yfir það hvaða fæðu þú átt að velja til að hámarka afkastagetu líkamans og byggja upp heilsuna, hvað gerist í líkamanum þegar þú velur fæðu sem gerir þér ekki gott, hvernig best er að bera sig að við matseld og allt annað sem skiptir máli varðandi mat og heilsu.“

Hann segir að þetta sé besta bók sem hann hafi lesið. „Ástæðan fyrir að ég nota þessa bók er að þetta er besta bók sem ég hef lesið um mataræði og heilsu og ekki síður að hún hentar öllum, bæði offitusjúklingum, afreksíþróttamönnum og öllum þar á milli. Bókin, It Starts With Food, hefur hjálpað mér mikið bæði í mínu daglega lífi og ekki síður á erfiðum æfingum og harðri keppni á alþjóðagrundvelli í CrossFit.“

Evert segir að líkaminn sé miklu fljótari að jafna sig eftir erfiðar æfingar ef fólk borðar rétt.

„Fyrir ykkur íþróttafólkið þarna úti þá vil ég segja að þegar þú borðar rétt er líkaminn miklu fljótari að jafna sig eftir æfingar/keppni og að þar af leiðandi verður allur árangur skjótari og varanlegri. Bókin er til sölu í CrossFit Reykjavík og ég er að reyna að fá Dallas og Melissu til Íslands til að halda fyrirlestra í mars eða apríl.“

Hversu oft er borðað? „Ég mæli með að þú stillir skammtastærðirnar og næringarinnihald máltíðanna við það að þú borðir þrisvar á dag. Það tekur nokkra daga að stilla sig af en markmiðið er að hver máltíð veiti þér næga orku og fyllingu til að duga fram að næstu máltíð. Það er í lagi að borða oftar og þá minna í einu en ekki sjaldnar.“

Hvað má borða í „sykurkasti? „Þú átt ekki að lenda í „sykurkasti“ þegar þú hefur skipt yfir í hreina fæðu, þar sem líkaminn hefur ekki þörf fyrir sykurinn lengur. Það sætasta sem þú átt að borða eru ávextir og ber.“

Evert mælir með heimasíðunum Whole9Life og Marksdayliapple. 

Evert segir að það taki 4-10 daga að komast yfir sykurþörfina og það sé góð regla að borða 85% hollan mat.

„Þú verður að gera þér grein fyrir því að enginn er heilagur í þessum efnum og borðar svona alltaf. Settu þér það markmið að borða hreint í 85%+ tilfella og þá ættirðu að vera í nokkuð góðum málum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda