Missti 99 kíló án þess að fara í megrun

Jon Gabriel fyrir og eftir.
Jon Gabriel fyrir og eftir.

Jon Gabriel var 186 kíló árið 2001. Síðan þá er hann búinn að missa 99 kíló og er alsæll. Það merkilega við allan kílóamissinn er að Gabriel losaði sig við þau án þess að fara í megrun. Hann sagði vefsíðunni Mind Body Green sögu sína:

„Árið 2001 var ég 181 kíló. Ég hafði prufað alla megrunarkúra sem mér datt í hug. Ég vann meira að segja með doktor Atkins sjálfum í um tvo mánuði, en eftir að hann rukkaði mig um mörg hundrum þúsund krónur, þá virtist það eina sem hann gat gert að öskra á mig fyrir að vera of feitur.

Allir megrunarkúrarnir sem ég prufaði enduðu eins. Það var alltaf langur listi af mat sem ég mátti ekki borða. Ég fór eftir því sem átti að gera í öllum megrunarkúrunum. Ég missti nokkur kíló með viljastyrkinn að vopni. Síðan kom að þeim tímapunkti þar sem ég gat ekki meira og ég borðaði á mig gat. Það var sama hversu mörg kíló ég hafði losað mig við, þau komu öll á mig aftur á nokkrum dögum, og viku síðar var ég rúmum tveimur kílóum þyngri en ég var áður en ég byrjaði á megrunarkúrnum. Þetta munstur, þar sem ég missti um fimm kíló og bætti á mig sjö kílóum byrjaði árið 1990, þar til í september 2001, þá var ég orðinn 186 kíló.

Þá breyttist líf mitt. Hinn 11. september það ár munaði mjög litlu að ég hefði verið í farþegaflugvélinni sem var rænt af al-Qaeda. Sú reynsla varð til þess að mér leið eins og ég væri með lífið að láni. Hér var ég að drepa mig í vinnu á Wall Street sem ég hataði og heimurinn hafði gefið mér annað tækifæri.

Þá ákvað ég að hætta að fara á megrunarkúra og ég lofaði sjálfum mér því að fara aldrei aftur í megrun. Í stað þess ætlaði ég að finna út hvað það væri sem líkami minn væri að gera, sem gerði það að verkum að ég fitnaði svona. Ég ákvað að komast að því hvað ég gæti gert til þess að verða grannur aftur. Ég var með góðan grunn í lífefnafræði frá háskólanum í Pennsylvaníu, og ég eyddi 12 klukkustundum á dag í það að safna heimildum um hormón, ensím, næringu og hvaða þættir það eru sem gera það að verkum að fólk fitnar.

Ég komst að því að það að missa kíló gengur ekki út á það að telja kaloríur, heldur frekar að skapa hormónavænt umhverfi fyrir líkama þinn sem stuðlar að því að þú grennist. Þar sem  álag og erfiðar tilfinningar geta skapað neikvætt hormónaumhverfi, verður að tækla vandamálið út frá huganum. Við þurfum að hugsa um hvað það er sem gerir það að verkum að við borðum of mikið auk þess að hugsa um það sem við borðum.

Á tveimur og hálfu ári missti ég 99 kíló án þess að fara í megrun. Ég hef verið í þessari sömu þyngd núna í yfir tíu ár og ég hef enn ekki farið í megrun. Ég borða það sem ég vil, þegar ég vil það.“

Hér eru lykilatriðin sem breyttu lífi mínu:

Ég hætti að vera í megrun og fór að næra líkama minn. Ég lærði það í gegnum heimildarvinnuna að líkaminn vill fá omega-3 fitusýrur, hreinan mat og gæða prótein. Ég gekk úr skugga um að ég fengi eins mikla næringu og ég gat. Ef mig langaði í skyndibita, pitsu eða nammi, þá fékk ég mér það án þess að hika. Að lokum hafði ég ekki lyst á því að borða skyndibita þar sem líkami minn vildi frekar næringarríkan mat.

Ég læknaði meltingarkerfið. Ég áttaði mig á því að ein af ástæðunum fyrir því að meltingarkerfið var í ólagi var af því að ég var alltaf að borða einhvern óþverra og það var erfitt fyrir líkamann að fá næringarefni úr því sem ég var að borða.

Ég fékk mér tæki (CPAP-Continuous Positive Airway Pressure) út af kæfisvefni. Margir sem eru of þungir eru með kæfisvefn. Það skapar hormónaumhverfi í líkamanum sem ýtir undir aukinn kílóafjölda, sem hækkar magn cortisol í líkamanum sem gerir það að verkum að líkaminn vill skyndibita. Um leið og ég fór að sofa með tækið leið mér betur og var með meiri orku og langaði minna í skyndibita. Auk þess fuku kílóin af mér og komu ekki aftur.

Ég fór að hugleiða til þess að minnka álagið. Rétt eins og kæfisvefn getur álag haft áhrif á magn cortisol í líkamanum. Margir átta sig ekki á því hversu mikilvægt það er að vera ekki undir stöðugu álagi. Ég byrjaði að hugleiða hvern morgun og ég fann að ég varð miklu rólegri.

Ég bjó til þægilegra umhverfi. Ég hætti að eyða eins miklu og flutti í minna húsnæði þar sem ég ræktaði minn eigin mat. Líf mitt var í fastari skorðum og ég var rólegri. Mér leið vel með það að geta fengið mér að borða ef mig langaði til. Mér fannst það góð tilfinning að geta fengið mér að borða eitthvað ferskt sem ég var að rækta.  

Ég vann mig í gegnum erfiðar tilfinningar. Fólki finnst það oft öruggara er það er með aukakíló á líkamanum. Eins og líkaminn geti skýlt manni fyrir heiminum. Ég var í þeirri stöðu að ég vissi að ég þurfti að takast á við erfiðar tilfinningar sem voru að gera líkama minn óöruggan. Ég fór að hugleiða og fara í gegnum atriði sem ég hafði ekki áður gert upp. Líkamanum leið betur og var tilbúnari til að missa nokkur kíló.

Í gegnum árin hef ég komist að því að 65-70 prósent viðskiptavina minna nota þyngd sína sem vörn. Ég kalla þetta „tilfinningalega offitu“.

Ég byrjaði að afeitra líkamann. Eftir að hafa misst um 82 kíló fór ég að viða að mér heimildum um eitur og hvernig líkaminn bregst við eiturefnum í líkamanum. Þá áttaði ég mig á því að líkaminn notar fitufrumur til þess að geyma óhóflegt magn af eiturefnunum sem við innbyrðum. Þar af leiðandi var líkami minn að geyma um 18 kíló af eiturefnum í líkamanum. Ég fór að lifa á hreinu fæði. Ég fór að drekka mikið af vatni með sítrónu, eplaedik, græna drykki og borða mikið af salati. Þá missti ég önnur 18 kíló á styttri tíma en fyrstu 18 kílóin sem ég missti.

Fólk sem hefur eytt ævi sinni í að reyna alla megrunarkúra heims hefur misst 20, 45 og 90 kíló með því að fara eftir þessari formúlu.“

Jon Gabriel breytti um lífsstíl í september árið 2001.
Jon Gabriel breytti um lífsstíl í september árið 2001. Ljósmynd/Mind Body Green
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda