Margir kannast eflaust við það að vakna mjög timbraðir og hugsa með sér: „Nei, nú er ég hætt/ur að drekka.“ En svo virðist að þrátt fyrir að þjást af timburmönnum á laugardagsmorgunn kemur það ekki í veg fyrir að margir skelli sér aftur út á lífið á laugardagskvöldið.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiðir í ljós að timburmenn hafa raunar mjög lítil áhrif á það að fólk fái sér næsta drykk. Vanlíðanin hefur ekki aðeins áhrif á það að fá sér annan drykk, heldur er það líka goðsögn að timburmenn hvetji einstaklinga til þess að fá sér annan drykk, í von um að létta á vanlíðaninni. Hafa ber í huga að rannsakendurnir tóku mið af svörum 386 háskólanema í Bandaríkjunum, 196 karlmönnum og 190 kvenmönnum,sem héldu dagbók og skráðu niður drykkjuvenjur sínar í 21 dag, samkvæmt heimildum BBC.
Á hverjum morgni skráðu þátttakendurnir niður hvort þeir væru timbraðir og hversu líklegir þeir væru til þess að fá sér áfengan drykk síðar um daginn. Rannsakendurnir komust að því að það skipti ekki máli hvort að þátttakendurnir væru timbraðir um morguninn eða ekki hvort þeir ætluðu að fá sér drykk síðar um daginn.
Síðar skoðuðu rannsakendurnir einnig þátttakendurna sem fengu sér áfengan drykk síðar um daginn og komust að því að timburmenn höfðu ekki áhrif á það hvenær dags þátttakendurnir fengu sér næsta drykk.
„Skilaboðin eru þau að heilsugæslustöðvar eru mögulega ekki að hafa áhrif með því að benda á timburmenn til að hvetja fólk til þess að hætta að drekka eða drekka minna,“ sagði Damaris Rohsenow, prófessor í Brown háskólanum.