Er hættulegra að vera mjór en feitur?

Einstaklingar sem eru undir kjörþyngd eru líklegri til að eiga …
Einstaklingar sem eru undir kjörþyngd eru líklegri til að eiga skemmra líf en aðrir. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eft­ir lesn­ingu þess­ar­ar grein­ar munt þú ef til vill end­ur­skoða hversu mörg kíló þú vilt losna við fyr­ir sum­arið. Niður­stöður nýrr­ar kanadískr­ar rann­sókn­ar leiða í ljós að ein­stak­ling­ar sem eru und­ir kjörþyngd eru lík­legri til að lifa skem­ur. 

Í rann­sókn­inni var lík­amsþyngd­arstuðull 51 ein­stak­lings skoðaður. 

Niður­stöðurn­ar sýndu að full­orðnir ein­stak­ling­ar sem voru með minna en 18,5 BMI (body mass index) voru 1,8 sinn­um lík­legri til að lát­ast inn­an fimm ára en þeir ein­stak­ling­ar sem voru á „eðli­leg­um“ stað á lík­amsþyngd­arstuðlin­um. Þeir ein­stak­ling­ar sem voru í mik­illi yf­ir­vi­gt voru 1,3 sinn­um lík­legri til að lát­ast inn­an fimm ára. Rann­sókn­in sem birt­ist í Journal of Ep­i­dem­iology and Pu­blic Health, leiddi einnig í ljós að „fá­tækt, geðræn vanda­mál, reyk­ing­ar og áfengi“ væru allt atriði sem hefðu áhrif á hættu­lega lág­an lík­amsþyngd­arstuðul.

Sam­kvæmt heim­ild­um vefsíðunn­ar Alter­net sagði aðalleiðbein­andi rann­sókn­ar­inn­ar, doktor Joel Ray, að það væri alltaf verið að ein­blína á offitu­vanda­mál. „Það er alltaf verið að ein­blína á offitu, sem ger­ir það að verk­um að við erum að van­rækja vanda­mál sem fylgja því að vera und­ir kjörþyngd,“ sagði Ray. Hann bætti því einnig við að her­ferðir gegn offitu gætu verið hjálp­leg­ar en einnig skaðleg­ar fyr­ir þá ein­stak­linga sem væru í kjörþyngd, eða aðeins yfir kjörþyngd.

„Ég er al­gjör­lega fylgj­andi heilsu­sam­leg­um lífs­stíl og hreyf­ingu, sem geng­ur ekki út á töl­ur á vigt, held­ur frek­ar að fólk átti sig á mik­il­vægi þess að borða holl­an mat og hreyfa sig,“ sagði Ray.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda