Er hættulegra að vera mjór en feitur?

Einstaklingar sem eru undir kjörþyngd eru líklegri til að eiga …
Einstaklingar sem eru undir kjörþyngd eru líklegri til að eiga skemmra líf en aðrir. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eftir lesningu þessarar greinar munt þú ef til vill endurskoða hversu mörg kíló þú vilt losna við fyrir sumarið. Niðurstöður nýrrar kanadískrar rannsóknar leiða í ljós að einstaklingar sem eru undir kjörþyngd eru líklegri til að lifa skemur. 

Í rannsókninni var líkamsþyngdarstuðull 51 einstaklings skoðaður. 

Niðurstöðurnar sýndu að fullorðnir einstaklingar sem voru með minna en 18,5 BMI (body mass index) voru 1,8 sinnum líklegri til að látast innan fimm ára en þeir einstaklingar sem voru á „eðlilegum“ stað á líkamsþyngdarstuðlinum. Þeir einstaklingar sem voru í mikilli yfirvigt voru 1,3 sinnum líklegri til að látast innan fimm ára. Rannsóknin sem birtist í Journal of Epidemiology and Public Health, leiddi einnig í ljós að „fátækt, geðræn vandamál, reykingar og áfengi“ væru allt atriði sem hefðu áhrif á hættulega lágan líkamsþyngdarstuðul.

Samkvæmt heimildum vefsíðunnar Alternet sagði aðalleiðbeinandi rannsóknarinnar, doktor Joel Ray, að það væri alltaf verið að einblína á offituvandamál. „Það er alltaf verið að einblína á offitu, sem gerir það að verkum að við erum að vanrækja vandamál sem fylgja því að vera undir kjörþyngd,“ sagði Ray. Hann bætti því einnig við að herferðir gegn offitu gætu verið hjálplegar en einnig skaðlegar fyrir þá einstaklinga sem væru í kjörþyngd, eða aðeins yfir kjörþyngd.

„Ég er algjörlega fylgjandi heilsusamlegum lífsstíl og hreyfingu, sem gengur ekki út á tölur á vigt, heldur frekar að fólk átti sig á mikilvægi þess að borða hollan mat og hreyfa sig,“ sagði Ray.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda