Léttist þú ekki þrátt fyrir að æfa mikið?

Afstaða þín til hreyfingar gæti hafa eitthvað að segja með …
Afstaða þín til hreyfingar gæti hafa eitthvað að segja með árangur þinn í ræktinni. mbl.is/AFP

Ertu að gera þitt allra besta til þess að léttast fyrir sumarið, en ekkert gengur? Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiða í ljós að ef þú ert ekki að léttast þrátt fyrir að æfa mikið, ættir þú mögulega að finna æfingar sem þér þykir skemmtilegri en þær sem þú ert þegar að gera. 

Það þekkja það flestir að þrátt fyrir að hamast í ræktinni sex sinnum í viku, þá séu kílóin samt sem áður að hrannast á okkur. Málið er að mögulega gæti ástæðan verið fólgin í afstöðu þinni til æfinganna.

Hljómar furðulega, en samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtist í tímaritinu Marketing Letters, eru einstaklingar sem líta á æfingarrútínu sína sem leiktíma og hafa gaman af því að gera æfingarnar, líklegri til þess að fá sér hollari máltíðir eftir æfingu, samkvæmt heimildum New York Times.

Rannsakendurnir sögðu sumum þátttakendum að ganga sem æfingu, og einbeita sér að áreynslunni á meðan á göngunni stóð. Aðrir þátttakendur hins vegar voru beðnir að fara í göngutúr sér til skemmtunar. Þeir þátttakendur voru hvattir til þess að skemmta sér, virða umhverfið fyrir sér og fara í ævintýraleiðangur.

Það kom á óvart að þeir þátttakendur sem voru beðnir að ganga sér til skemmtunar vildu síður fá sér óhollan mat sem í boði var eftir æfinguna. Hins vegar voru þeir þátttakendur sem fengu þau fyrirmæli að hugsa um áreynsluna sem göngunni fylgdi líklegri til þess að verðlauna sig með óhollu snarli eftir göngutúrinn. Svipaðar niðurstöður fengust er hlauparar fengu sömu fyrirmæli; þeir sem hlupu sér til skemmtunar voru líklegri til þess að kjósa frekar hollt snarl eftir hlaupin.

„Þeim mun meira sem við skemmtum okkur er við æfum, þeim mun ólíklegri erum við til þess að finnast við þurfa að verðlauna okkur eftir erfiðið,“ sagði doktor Carolina O.C. Werle, sem leiddi rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál