Af hverju 8 mínútna göngutúr gæti breytt lífi þínu

Að fara í göngutúr í allavega 8 mínútur á dag …
Að fara í göngutúr í allavega 8 mínútur á dag getur gert mikið fyrir þig. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að fara í stuttan göngutúr til þess að hreinsa hugann eða fá innblástur, er ekki hugmynd sem er ný af nálinni, en nú hafa vísindalegar sannanir leitt í ljós að stuttar gönguferðir auka frjóa hugsun.

Niðurstöður rannsóknarinnar sem birtist í Journal of Experimental Psychology: Learning, Memory, and Cognition, lét þátttakendur ganga í átta mínútur í senn. Eftir göngutúrinn var hæfileiki þeirra einstaklinga til þess að fá hugmyndir og þeirra skapandi hugsun skoðuð. Samkvæmt Marly Oppezzo, sem fékk hugmyndina að rannsókninni, voru þátttakendurnir beðnir að hugsa um eins margar leiðir til að nota hnapp og þeir gátu. Eftir göngutúrinn jókst hugmyndaflæði þeirra um 60 prósent, samkvæmt heimildum Vogue.

Í stað þess að nota þessar átta mínútur (eða lengri tíma) sem tækifæri til þess að hugleiða eða finna lausn á einhverju ákveðnu máli, vill Oppezzo meina að fólk ætti að nýta þennan tíma til þess að láta hugann reika án þess að vera með einhverja síu.

Þú getur fundið stórkostlegan mun á þér, hvort sem þú ferð í göngutúr í náttúrunni, eða gengur upp Laugaveginn, eða jafnvel gengur um á skrifstofunni þinni – málið er að ganga, er það sem eykur frjóa hugsun og sköpunargleði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda