12 leiðir til að koma sér út úr þunglyndinu

Ljósmynd/Pixabay

Þunglyndi er algengara en margir halda en margt getur valdið þunglyndi. Hvort sem það er ónægt félagslíf, sorg, svefnleysi eða annað eiga þeir sem kljást við þunglyndi það til í að festast þeim vítahring að geta ekki losað sig úr því. 

Mind Body Green nefnir nokkrar leiðir til að losna út úr þunglyndisvítahringnum og hvetur fólk til að sættast við raunverulegar tilfinningar sínar og leita læknis ef engin útskýring finnst á þunglyndinu.

1. Einangrun. Skortur á félagslegum tengslum við annað fólk veldur þunglyndi en þeir sem stríða við þunglyndi upplifa oft hugsanir þess efnis að þeir séu ekki nógu skemmtilegir eða að enginn vilji hitta þá. Fólk sem glímir við þunglyndi lendir í vítahring. Farðu út og hittu fólk, hringdu í gamlan vin eða skipuleggðu stefnumót með einhverjum sem þú þekkir og komdu þér út úr vítahringnum.

2. Sorg. Sorg getur valdið miklu þunglyndi hvort sem það er vegna sambandsslita, ástvinamissis eða gæludýramissis. Ef þú ert að ganga í gegnum miklar breytingar eða missi er líklegt að þú finnir fyrir þunglyndi. Allt tekur sinn tíma og lífið er breytingum háð. Reyndu að láta þér líða betur og þú munt komast yfir þunglyndið.

3. Svefnleysi. Maður verður pirraður og viðkvæmur þegar maður sefur illa. Það hefur áhrif á skap okkar, orku og virkni. Vandamálið er að þunglyndi getur valdið svefnleysi, og öfugt, þannig að þetta er ákveðinn vítahringur. Passaðu að þú fáir nægan svefn og svefnmynstrið sé eðlilegt.

4. Að finna enga merkingu í lífinu. Frá tilvistarlegu sjónarhorni þurfum við að finna merkingu í lífi okkar til að lifa hamingjuríku lífi. Við getum fundið þessa merkingu í gegnum vinnu, sambönd, að hjálpa öðrum, lærdóm, trú, sköpun og margt annað. Ef þú ert í vinnu sem þú hatar eða finnst þú týndur í lífinu er líklegt að þunglyndi sæki að þér vegna þess að þú lifir ekki í samræmi við þín eigin gildi og þrár. Taktu jákvæðum merkjum um að þú þurfir á breytingu í lífi þínu að halda og sjáðu fyrir þér hversu öðruvísi líf þitt myndi vera ef þér fyndist þú fullnægð/ur á öllum þeim sviðum sem þú helst óskar.

5. Mikilvæg innri rödd. Ímyndaðu þér hversu lítils virði þér myndi þú þykja ef þú ættir vin, maka eða foreldri sem væri stöðugt að segja eitthvað ljótt við þig. Þetta á við um marga en þessi vinur eru þau sjálf. Sumir eru mjög sjálfsgagnrýnir en það er alls ekki hollt og dregur aðeins úr sjálfstrausti. Hlustaðu á þína innri rödd og hvað hún er að segja. Ef hún segir hluti sem þú myndir ekki segja við vin þinn þarftu að huga að breytingum á hugarfari. Að hafa samúð með sjálfum sér er góð leið í baráttunni við þunglyndi. Segðu falleg orð við sjálfan þig oft á dag og smátt og smátt breytist hugsunin.

6. Skortur á hreyfingu. Ásamt skorti á félagslegum tengingum við annað fólk er skorturinn á hreyfingu annar stærsti þátturinn í að valda þunglyndi hjá fólki. Það er ekki endilega nauðsynlegt að byrja í crossfit í dag og fara út í algera hörku en þú getur byrjað á því að hreyfa þig í að minnsta kosti 20 mínútur á dag til dæmis með jóga, útigöngu eða annað. Ef þú hefur engan tíma fyrir hreyfingu búðu þá til tíma.

7. Ónæg náttúra. Náttúran hefur róandi áhrif á okkur. Reyndu að fara út að minnsta kosti einu sinni á dag í nokkrar mínútur og anda að þér fersku lofti til að hreinsa hugann. Ef þú býrð í borg skaltu skipuleggja dag þar sem þú ferð í göngu í garði eða á ströndina.

8. Slæmt mataræði. Matarofnæmi og næringarskortur tengjast bæði þunglyndi. Til dæmis ef þig skortir B- eða D-vítamín eru líkur á að þú finnir fyrir þungu skapi. Hver og einn er sérstakur en prófaðu að fara í blóðprufu til að sjá hvort þig vantar eitthvað.

9. Stress. Þegar stressið verður of mikið verður það að þunglyndi. Ef þú getur ekki sinnt öllum þínum skyldum og því sem þú berð ábyrgð á reyndu að finna út hvort þú getir minnkað álagið. Spurðu þig hvaðan þessar væntingar koma, hvort þær séu frá þér sjálfri/um eða öðrum, og minnkaðu ábyrgðina. Leyfðu þér að minnka væntingarnar, gera mistök, hætta og biðja um hjálp. Við erum öll mannleg en ekki vélar.

10. Of mikil vinna og of lítið frí. Margt fólk telur að þegar það verður eldra eigi það ekki lengur skemmtun skilið eða aðeins skilið að hafa gaman eftir vinnu. Það munu alltaf koma fleiri verkefni, fleiri reikningar til að borga, meiri þvottur til að þvo og svo framvegis. Leyfðu þér að taka smáflipp í þinni daglegu rútínu og gerðu eitthvað sem þér þykir skemmtilegt.

11. Ójafnir hormónar. Ójafnvægi í estrógenframleiðslu eða öðrum hormónum er tengt þunglyndi. Kíktu til læknis ef þú finnur fyrir þunglyndi sem þú átt erfitt með að útskýra.

12. Að kljást ekki við tilfinningar sínar. Ekki álása þér fyrir að líða á einhvern ákveðinn hátt. Sættu þig við tilfinningar þínar og leyfðu þér að líða eins og þér líður á hverri stundu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda