Hvers vegna fitnum við?

Dr. Robert O. Young.
Dr. Robert O. Young.

„Lækna­vís­ind­in hafa sagt okk­ur að eft­ir 35 ára ald­ur hægi á brennslu í lík­am­an­um. Talað er um að meðal­mann­eskj­an bæti á sig hálfu kílói á ári eft­ir þann ald­ur. Marg­ir hafa vænt­an­lega staðið fyr­ir fram­an speg­il og hugsað með sér: „Hvað er að koma fyr­ir mig? Af hverju þyng­ist ég  svona hratt?“ Galla­bux­urn­ar virðast hafa hlaupið og þegar tekst að hneppa þeim vella mjaðmirn­ar eða það sem á að vera mitti yfir streng­inn (bæði hjá körl­um og kon­um) eins og múffutopp­ur. Þótt fit­an hafi í flest­um til­vik­um til­hneig­ingu til að setj­ast á kvið og mjaðmir, velt­um við fyr­ir okk­ur af hverju lær­in hafa þykknað svona mikið og af hverju við erum skyndi­lega kom­in með tvö­falda upp­hand­leggi, þannig að þeir virka eins og leður­blöku­væng­ir þegar við lyft­um hand­leggj­un­um,“ seg­ir Guðrún Berg­mann í sín­um nýj­asta pistli og bend­ir á að oft komi þyngd­ar­aukn­ing­in al­veg aft­an að fólki.

„Flest­um er þyngd­ar­aukn­ing­in oft al­gjör ráðgáta. Sum­ir ein­stak­ling­ar hafa alls ekki breytt neinu í lífs­stíl sín­um, en eru samt að þyngj­ast ár frá ári. Öðrum er sagt að þyngd­ar­aukn­ing­in teng­ist erfðum og enn öðrum að það sé vegna van­virkni í skjald­kirtli eða vegna hækk­andi ald­urs. Þyngd­ar­aukn­ing get­ur haft al­var­leg áhrif á heilsu­far okk­ar meðal ann­ars leitt til syk­ur­sýki týpu 2, háþrýst­ings, hærra kó­lester­óls, heila­blóðfalls, hjarta­vanda­mála, krabba­meina, gall­steina, þvag­sýrugigt­ar, slit­gigt­ar og kæfis­vefns.“

Guðrún Berg­mann hef­ur það eft­ir dr. Robert O. Young að við fitn­um því lík­am­inn verði of súr.

„Banda­ríski líf­fræðing­ur­inn dr. Robert O. Young tel­ur að þegar komi að þyngd­ar­aukn­ingu, liggi annað að baki en flest­ir halda. Hann seg­ir skýr­ing­una ein­falda, því að við þyngj­umst vegna þess að lík­am­ar okk­ar verða of SÚRIR. Þegar lík­am­inn get­ur ekki losað sig við súr­an úr­gang sem kem­ur frá melt­ing­ar­veg­in­um úr þeirri fæðu sem við neyt­um, geym­ir lík­am­inn þann úr­gang í fitu­vefj­um. Með réttri þekk­ingu get­ur fólk því losnað við gremj­una sem fylg­ir óskilj­an­legri þyngd­ar­aukn­ingu með því að af­sýra lík­amann og þannig losað súr­an úr­gang úr fitu­vefj­un­um. Með því og að borða basísk­ara fæði er hægt að ná aft­ur heilsu­sam­legri meðalþyngd.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda