Hvers vegna fitnum við?

Dr. Robert O. Young.
Dr. Robert O. Young.

„Læknavísindin hafa sagt okkur að eftir 35 ára aldur hægi á brennslu í líkamanum. Talað er um að meðalmanneskjan bæti á sig hálfu kílói á ári eftir þann aldur. Margir hafa væntanlega staðið fyrir framan spegil og hugsað með sér: „Hvað er að koma fyrir mig? Af hverju þyngist ég  svona hratt?“ Gallabuxurnar virðast hafa hlaupið og þegar tekst að hneppa þeim vella mjaðmirnar eða það sem á að vera mitti yfir strenginn (bæði hjá körlum og konum) eins og múffutoppur. Þótt fitan hafi í flestum tilvikum tilhneigingu til að setjast á kvið og mjaðmir, veltum við fyrir okkur af hverju lærin hafa þykknað svona mikið og af hverju við erum skyndilega komin með tvöfalda upphandleggi, þannig að þeir virka eins og leðurblökuvængir þegar við lyftum handleggjunum,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli og bendir á að oft komi þyngdaraukningin alveg aftan að fólki.

„Flestum er þyngdaraukningin oft algjör ráðgáta. Sumir einstaklingar hafa alls ekki breytt neinu í lífsstíl sínum, en eru samt að þyngjast ár frá ári. Öðrum er sagt að þyngdaraukningin tengist erfðum og enn öðrum að það sé vegna vanvirkni í skjaldkirtli eða vegna hækkandi aldurs. Þyngdaraukning getur haft alvarleg áhrif á heilsufar okkar meðal annars leitt til sykursýki týpu 2, háþrýstings, hærra kólesteróls, heilablóðfalls, hjartavandamála, krabbameina, gallsteina, þvagsýrugigtar, slitgigtar og kæfisvefns.“

Guðrún Bergmann hefur það eftir dr. Robert O. Young að við fitnum því líkaminn verði of súr.

„Bandaríski líffræðingurinn dr. Robert O. Young telur að þegar komi að þyngdaraukningu, liggi annað að baki en flestir halda. Hann segir skýringuna einfalda, því að við þyngjumst vegna þess að líkamar okkar verða of SÚRIR. Þegar líkaminn getur ekki losað sig við súran úrgang sem kemur frá meltingarveginum úr þeirri fæðu sem við neytum, geymir líkaminn þann úrgang í fituvefjum. Með réttri þekkingu getur fólk því losnað við gremjuna sem fylgir óskiljanlegri þyngdaraukningu með því að afsýra líkamann og þannig losað súran úrgang úr fituvefjunum. Með því og að borða basískara fæði er hægt að ná aftur heilsusamlegri meðalþyngd.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda