„Ég og konan tókum sykurlausan september „all in“ og höfum ekki smakkað sykur síðan þá. Ég hef alltaf passað sykurneysluna hjá mér en nú er það alveg „cold feet“ og það er frábært. Vinkona okkar greindist með krabbamein og hún hætti í öllum sykri í framhaldinu og við gerðum það sama,“ segir Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og höfundur LKL bókanna. Nú var hann að gefa frá sér þriðju bókina sem heitir Kolvetnasnauðir hversdagsréttir - án sykurs, gers og hveitis. Auk þess býður hann upp á námskeið á netinu fyrir þá sem þrá að hætta að borða sykur.
„Það er rosalegur „eye opener“ að hætta að borða sykur því það fylgir að vera meðvitaðri um allan mat sem þú setur ofan í þig og þegar vörur í stórmörkuðum eru skoðaðar kemur ýmislegt í ljós. Sykur virðist vera kominn í einhverju formi í gríðarlegan fjölda matvara sem maður hefði aldrei trúað að væru með sykri. Þetta fjallar líka ekki bara um að taka út hvítan sykur því það eru allavega 50 vinir hans sem bera önnur nöfn og eru í fullt af matvælum og eru alveg jafn slæmir. Sykur eins og frúktósi, kornsýróp, hrásykur, maltósi og fleira sem þarf að varast alveg jafnmikið og þennan hefðbundna hvíta sykur. Síðustu ár hefur til dæmis agave verið í miklu uppáhaldi hjá mörgum sem hafa sleppt sykri og nú vitum við að agave er hræðileg vara með allt of háu frúktósa innihaldi,“ segir Gunnar Már.
Gunnar Már segir að það að sleppa sykri sé mikið gæfuspor fyrir þá sem vilja bæta heilsuna.
„Það er bara það einfalt. Þær jákvæðu breytingar sem fólk finnur fljótlega eftir að það hættir eru svo víðtækar og miklar að það er í raun ótrúlegt að maður skuli hafa sætt sig við þessa líðan sem sykurneysla veldur þegar maður hugsar til baka. Aukin og jafnari orka, meiri stjórn á matarlyst og skammtastærðum ásamt auknum áhuga á hreyfingu, betri melting, minna magaummál, betri andleg líðan (engin slæm samviska eftir sykurát),“ segir Gunnar Már.
„Sykurneysla er háalvarlegt mál sem varðar okkur öll og ég trúi að það sé einstaklingsframtakið sem getur skipt sköpum í þessu. Að við áttum okkur á þessu hvert og eitt og tökum á sykrinum,“ segir hann.
Hér telur Gunnar Már upp nokkrar ástæður hvers vegna fólk ætti að hætta að borða sykur:
- Þú getur minnkað fituforðann og mittismálið ef þú hættir að borða sykur.
- Þú hefur jafnari og betri orku yfir daginn ef þú hættir að borða sykur.
- Þú hefur betri stjórn á matarlystinni og magninu sem þú borða ef þú hættir að borða sykur.
- Þú ert að bæta heilsuna verulega ef þú hættir að borða sykur.
- Þú ert að minnka líkurnar á lífsstílssjúkdómum verulega ef þú hættir að borða sykur.
- Þú ert að spara þér fullt af peningum þegar þú hættir að borða sykur.
- Þú ert að stórauka líkurnar á að þú verðir heillbrigðari á komandi árum ef þú hættir að borða sykur.
Námskeiðið hjá Gunnari Má gengur út á daglega hvatningu ásamt ráðum og hugmyndum til þess að hætta að borða sykur. Hann býður upp á matarplan án sykurs og kennir fólki að kaupa inn í matvöruversluninni.
Vika 1: Byrjað á að skera niður sykur í mataræðinu
Hvar er sykur að finna í daglegri neyslu? Ertu mögulega að borða fullt af sykri án þess að vita af því?
Vika 2: Hætta að borða sykur…..en hvað kemur í staðinn?
Fullt af vöruhugmyndum um bestu kostina og innkaupalisti / Borðaðu þetta/Ekki þetta
Vika 3: Aðalréttir, millimál, morgunverðir og allt þar á milli
Þessi vika er sú gómsætasta og það besta er að hún er algerlega sykurlaus
Vika 4: Tilraunavika og detoxvikan, hérna gerast hlutirnir sko
Nú köfum við enn dýpra og þessi vika er full af fróðleik um hormónin og það sem gerist innra með þér þegar þú hættir í sykri.
Vika 5: Andlega hliðin tekin í góða haust hreingerningu
Líkamleg og andleg heilsa fara hönd í hönd og hérna nær andlega hvatningin hámarki. Það geta ALLIR hætt að borða sykur
Vika 6: Endurmat, yfirlit og framtíð án sykurs.
Kvikmyndin FED UP hefur vakið mikil viðbrögð en í henni kemur fram að sykur hafi sömu áhrif á heilann og kókaín.
HÉR er svo frásögn frá manni sem fór úr 111 kílóum niður í 60 kíló með því að hætta að borða sykur.
HÉR er viðtal við íslenska konu sem segir að sykur sé meira ávanabindandi en kókaín.