„Barnið þitt lítur alveg eins út og þinn fyrrverandi“

Nýbökuðum foreldrum finnst alltaf spennandi að sjá hverjum barnið líkist.
Nýbökuðum foreldrum finnst alltaf spennandi að sjá hverjum barnið líkist. AFP

Vísindamenn við háskólann í South Wales í Bretlandi gerðu merkilega rannsókn nýverið en þeir vildu kanna hverjum ungbörn líkjast helst. Niðurstöður rannsóknarinnar eru vægast sagt sláandi.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að afkæmi gætu mögulega líkst fyrrverandi kærasta eða bólfélaga móðurinnar. Þessu er greint frá heimasíðu The Guardian.

Ástæða þess að afkvæmi geta mögulega líkst fyrrverandi ástmanni móðurinnar er sú að sameind úr sæði hins fyrrverandi gæti hafa fest sig við óþroskuð egg móðurinnar að sögn vísindamannanna sem framkvæmdu rannsóknina.

„Við komumst að því, með því að rannsaka ávaxtaflugur, að stærð afkvæma þeirra samsvarar sér gjarnan við stærð fyrrverandi félaga móðurinnar. Við vitum ekki hvort  þetta getur átt sér stað hjá öðrum tegundum,“ segir umsjónamaður rannsóknarinnar, Angela Crean.

Það eru eflaust margar konur sem fá hroll við að hugsa til þess að börn þeirra gætu líkst þeirra fyrrverandi. „Barnið þitt lítur alveg eins út og þinn fyrrverandi,“ er eitthvað sem engin kona vill heyra. Að sama skapi eru eflaust margir karlmenn slegnir yfir niðurstöðum rannsóknarinnar. Það er greinilega mikilvægt að vanda valið ef marka má þessar niðurstöður

Það eru eflaust margar konur sem fá hroll við að …
Það eru eflaust margar konur sem fá hroll við að hugsa til þess að börn þeirra gætu líkst þeirra fyrrverandi. Morgunblaðið/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda