Eitt rauðvínsglas jafnast á við þrjú vodkaskot

Sumir halda því fram að það sé hollt að drekka …
Sumir halda því fram að það sé hollt að drekka eitt rauðvínsglas á kvöldin. AFP

Það hefur oft verið talað um að eitt rauðvínsglas á dag sé allra meina bót en læknirinn Duncan Selbie er ósammála því. Hann segir svo reglulega rauðvínsdrykkju vera heilsuspillandi og hafa sömu afleiðingar og að drekka um þrjú skot af sterku áfengi á dag.

Hann kallar rauðvínið „hljóðláta banann“ í viðtali við MailOnline. Hann vill sérstaklega vara millistéttarfólk sem fær sér gjarnan vín með matnum við afleiðingum rauðvínsdrykkju.

Selbie segir dauðsföll af völdum áfengisneyslu hafa aukist um heil 500% í Bretlandi síðan á áttunda áratug seinustu aldar. Hann segir millistéttarfólk gjarnan fá sér rauðvín með kvöldmatnum án þess að átta sig á hversu heilsuspillandi það er en þessi lífsstíll getur valdið lifrarsjúkdómum að sögn Selbie.

Glösin stækka og skammtarnir með

Hann segir vínglös þá hafa stækkað með árunum, líkt og allt annað, þannig að fólk áttar sig oft ekki á hversu mikið vín það innbyrðir.  

„Lifrarsjúkdóma er auðveldlega hægt að koma í veg fyrir,“ útskýrir Selbie sem segir fyrsta skref vera að gefa áfengi upp á bátinn. „Til dæmis jafnast stórt vínglas á við þrjú vodkaskot. Það er mjög auðvelt fyrir fólk að hella sér í glas án þess að átta sig á hversu mikið það er að drekka,“ segir Selbie sem vonast til að þessi samlíking veki fólk til umhugsunar.

Flestir myndu nú ekki fá sér þrjú vodkaskot á hverju …
Flestir myndu nú ekki fá sér þrjú vodkaskot á hverju kvöldi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda