Vegur á við 27 húsketti

Anna Lilja Karlsdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.
Anna Lilja Karlsdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.

Anna Lilja Karlsdóttir er 38 ára gamall trompetleikari og tónlistarkennari. Hún vegur á við 27 húsketti og er einn af keppendunum í Biggest Loser Ísland en keppnin byrjar á SkjáEinum í janúar. 

Hefur þú alltaf verið svona þung? Sem betur fer ekki alltaf.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Það finna allir einhvern tíma fyrir fordómum en það hafa allir val um hvort að þeir ætli að láta það hafa áhrif á sig. Í þau skipti sem að ég hef orðið vör við fordóma þá ímynda ég mér að þetta snerti mig ekki dýpra en þegar verið er að fleyta kerlingar.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser ferlinu? Það er nú eitt það fyrsta sem ég lærði í þessu ferli hjá honum Evert, að það er ekkert sem er erfitt, það er allt skítlétt.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Fyrst og fremst að taka þessa stóru ákvörðun og í framhaldi af því að leita sér hjálpar hvort sem það yrði í gegn um lækni, sjúkraþjálfara, einkaþjálfara eða góðan vin eða vinkonu. Prufa sig áfram og finna þá hreyfingu sem að hentar og hún verður að vera skemmtileg til þess að þetta verði að lífsstíl en ákvörðunin er alltaf fyrsta skrefið. Það er einnig nauðsynlegt að vinna í andlegu hliðinni þar sem að oft á tíðum leynist ástæðan fyrir því að fólk missti tökin þar og það er eitthvað sem þarf að laga til að þetta gerist ekki aftur og aftur.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Ætlaði aldrei að verða einhver fimleikadrottning þannig að svarið er nei.

Hvað myndir þú vilja vera þung? Ég er ekki með neina ákveðna tölu í huga, stefni fyrst og fremst á að líða vel í eigin líkama og að verða besta útgáfan af sjálfri mér.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Tónlistin, gæludýrin, vinir og vandamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál