„Þetta er viðkvæmt mál að ræða fyrir marga“

Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talskona Staðgöngu.
Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talskona Staðgöngu.

„Við hjónin gengum í Staðgöngu í janúar 2011 en höfðum í ágúst 2010 fengið þær fréttir að ég mætti ekki ganga með barn,“ segir Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talskona samtakanna Staðganga. „Staðganga er ekki stór samtök og ég er sú eina í stjórn samtakanna sem hefur komið fram undir nafni, þetta er viðkvæmt mál að ræða fyrir marga.“

Soffía hefur verið andlit samtakanna út á við en samtökin voru stofnuð árið 2009. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um staðgöngumæðrun og að staðgöngumæðrun verði leyfð á Íslandi.

„Félagsmenn eru um 50 talsins og stuðningsfélagar um 50. Þetta er yfirleitt fólk sem þarf á staðgöngumæðrun að halda til að geta eignast börn og aðstandendur þeirra,“ útskýrir Soffía sem vill að staðgöngumæðrun verði leyfð á Íslandi í velgjörðarskyni.

Ef staðgöngumæðrun yrði leyfð myndi líf þeirra breytast

Soffía segir að ef staðgöngumæðrun yrði leyfð hér á landi myndi líf þeirra hjóna breytast til muna. „Það myndi náttúrlega breyta öllu þar sem að við hefðum þá tækifæri til að eignast barn sem mögulega væri með okkar erfðaefni.“

„Við viljum að þetta sé úrræði sem hægt væri nýta hér á landi undir eftirliti og með ráðgjöf frá okkar færa heilbrigðisstarfsfólki. Við viljum að hver og ein kona fái sjálf að taka ákvörðun um það hvort hún vilji vera staðgöngumóðir eða ekki en í dag er réttur þessara kvenna til að taka ákvörðun um eigin líkama skertur.“

Soffía telur umræðuna á Íslandi um staðgöngumæðrun hafa einkennst af svarthvítum viðhorfum. „Umræðan mætti vera málefnalegri. Það hefur oft verið erfitt að koma af stað umræðu um þetta efni þar sem hópurinn sem þarf á þessu úrræði að halda er ekki stór. Umræðan mun vonandi breytast þegar nýtt frumvarp kemur fram núna í janúar.“

10-20 millj­ón­ir fyr­ir staðgöngu­mæðrun

Gammy ásamt staðgöngumóðurinni Patt­aramon Chan­bua.
Gammy ásamt staðgöngumóðurinni Patt­aramon Chan­bua. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda