„Skelfilega horað stúlkubarn starir á lesandann“

Skjáskot af facebook-síðu Röggu, hún birti mynd af umræddri síðu …
Skjáskot af facebook-síðu Röggu, hún birti mynd af umræddri síðu úr Cover-tískutímaritinu. Facebook

Heilsudrottningunni Ragnhildi Þórðardóttur var brugðið þegar hún rakst á ljósmynd í nýjasta eintaki tískutímaritsins Cover. Ragnhildur, eða Ragga nagli eins og hún er gjarnan kölluð, birti pistil á Facebook í dag og tjáði sig um málið. Hún hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem tískutímarit senda gjarnan ungu kynslóðinni.

„Þessi mynd birtist í nýjasta tölublaði danska tískublaðsins Cover í tískuþætti sem auglýsir sportfatnað. Hreysti, heilbrigði og sveitt pungbindi er það síðasta sem manni dettur í hug þegar skelfilega horað stúlkubarn starir á lesandann með sultarblik í auga. Óhugnaður og spurningar um siðferði og ábyrgð er það sem kemur upp í hugann en ekki upphífingar og stuttbuxur,“ skrifar Ragga. „Enda logar allt stafnanna á milli hér Baunalandi á öldum ljósvaka og netvaka.“

„Ritstjórinn hefur beðist afsökunar á að þessi mynd hafi verið birt en að stúlkan sé ekki með átröskun heldur hafi hún verið þjökuð af sorg undanfarið. Gagnrýnin snýr ekki að stúlkugreyinu sem hefði fyrir það fyrsta ekki átt að vera að vinna í slíku tilfinningaástandi.
Í öðru lagi þá fer þessi mynd í gegnum langt ferli og fjöldann allan af fólki sem samþykkir birtingu hennar.“

„En það sem er mikilvægast er hvaða skilaboð um kvenlegar fyrirmyndir sendir myndin ungri óharðnaðri æskunni sem er stór hópur lesenda blaðsins. Er þetta virkilega ennþá að gerast árið 2015 innan um upplýsta umræðu um átraskanir að að stúlkur sem líta út fyrir að vera alvarlega veikar birtast á síðum glanstímarita?“

„Enda slitu Landssamtök átraskana í Danmörku samstarfi við tískuiðnaðinn í gær því viðmið um lágmarksþyngd fyrirsæta eru ítrekað brotin. Eins hefur verið lagt til að tískutímarit verði sektuð fyrir að birta myndir af of grönnum stúlkum. En það er sorglegt að slíkar refsiaðgerðir þurfi til en að tímarit sjái ekki sóma sinn í að nota stúlkur í heilbrigðri þyngd og taki ábyrgð á hlutverki sínu sem áhrifaþáttur á heilbrigðu sambandi kvenna við útlit, þyngd, mataræði og sjálfsmynd.“

Ragga nagli hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem tískutímarit senda …
Ragga nagli hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem tískutímarit senda gjarnan ungum konum. Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda