Hvert aukakíló er slæmt fyrir bakið

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Elín Lilja Ragnarsdóttir hefur ekki getað lifað alveg til fulls vegna heilsuleysis. Hún byrjaði að þyngjast fyrir 3-4 árum og langar til að verða 73-75 kg.

Aldur: 44 ára.

Starf: Starfa sem sölufulltrúi í stóreldhúsadeild Ásbjörns Ólafssonar ehf.

Hjúskaparstaða: Ég er gift.

Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Ég byrja að þyngjast fyrir ca 3-4 árum, með pásum þó. Hef þyngst mest síðastliðið ár eða ca. 10 kg.

Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjörþyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Að vera ekki í kjörþyngd hefur haft mikið að segja fyrir mig þar sem ég er baksjúklingur. Hvert aukakíló er mjög slæmt fyrir bakið og fæturna. En ég hef líka fengið æðahnúta og farið í æðahnútaaðgerð. Því er öll aukaþyngd af hinu slæma fyrir mig og alger vítahringur. Ég hef t.d. mjög gaman af því að fara í gönguferðir á fjöll en hef ekki getað lengi fyrir verkjum í baki og fótum.

Hvað myndir þú vilja vera þung? Ég myndi vilja vera ca 73-75 kg. Þá liði mér súper vel.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að vera með strákunum mínum þremur, ferðast og vera laus við verki. Við erum gríðarlega samrýnd fjölskylda sem finnst gaman að ferðast saman og borða góðan mat, en hef t.d. stundum þurft að sleppa ferðum sökum heilsuleysis.

Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég er svo óendanlega glöð að hafa komist í þennan hóp og ávinningurinn er svo mikill að ég held að þessar 10 vikur eigi ekki eftir að verða erfiðar. Annars reyni ég að líta svo á að þessu ljúki ekki eftir 10. viku heldur haldi áfram að eilífu. Ég ætla ekki að reyna að komast í gegnum þessar 10 vikur og svo fara bara aftur í gamla farið, það er ekki í boði. Svo ég ætla að vera jákvæð og þakklát fyrir þetta tækifæri sem ég fékk og finna þennan gullna meðalveg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda