„Svona lítur meðferð við húðkrabbameini út“

Tawny Willoughby birti þessa mynd af sér (t.v.) sem hún …
Tawny Willoughby birti þessa mynd af sér (t.v.) sem hún tók í miðri meðferð við húðkrabbameini. Tawny Willoughby ásamt tveggja ára syni sínum (t.h.). Facebook

Hin 27 ára Tawny Willoughby greindist fyrst með húðkrabbamein þegar hún var 21 árs. Willoughby er undir ströngu eftirliti í dag og þarf að jafnaði að láta skera burt bletti á 6-12 mánaða fresti.

Willoughby fór illa með húð sína á sínum yngri árum, hún fór í ljós og lá í sólbaði. Til að vekja athygli á hættunni sem fylgir því að stunda ljósabekki birti hún sjálfsmynd á Facebook. Myndin hefur hlotið mikla athygli og einhverjir vilja láta fjarlægja hana því hún þykir ógeðsleg, á henni sést slæmt ástand húðarinnar vel.

„Ef einhver þarf smáhvatningu til að hætta að liggja í ljósabekkjum þá kemur hún hérna. Svona lítur meðferð við húðkrabbameini út,“ skrifaði Willoughby.

„Ég lá [í ljósabekk] að meðaltali fjórum eða fimm sinnum í viku. Ekki láta sólböð verða til þess að þú sjáir ekki börnin þín vaxa úr grasi,“ segir Willoughby, sem á tveggja ára son.

Ljósmynd Willoughby hefur verið deilt tæplega 60.000 sinnum og hefur eflaust vakið marga til umhugsunar.

Ljósabekkjanotkun er afar slæm fyrir húðina.
Ljósabekkjanotkun er afar slæm fyrir húðina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda