Fullorðinsbólur að verða algengari

Stress, slæmt mataræði og mengun getur haft slæm áhrif á …
Stress, slæmt mataræði og mengun getur haft slæm áhrif á húðina og valdið bólum.

Það eru ekki aðeins unglingar sem glíma við bóluvandamál, það gera líka sumir fullorðnir. Fullorðinsbólur eru að verða algengari og nútíma lifnaðarháttum er um að kenna. Stress, slæmt mataræði og mengun er að valda því að æ fleiri fullorðnir þjást af bóluvandamáli.

Húðlæknar eru að sjá um 200% aukningu á sjúklingum sem eru 35 ára og eldri sem fá bólur. Þá hafa aðgerðir þar sem ör eftir bólur eru fjarlægð aukist um 152% á seinustu árum samkvæmt gögnum sem Heilbrigðisstofnun Bretlands opinberaði nýverið.

92 húðlæknar tóku þátt í könnun Heilbrigðisstofnunar Bretlands og einn af hverju fjórum greindu frá því að stress og hormónaójafnvægi væri líklegasti sökudólgurinn fyrir því að fleira fullorðið fólk verður vart við húðvandamál. Þá nefndu margir húðlæknar álag og óhollan mat sem dæmi yfir þá þætti sem hefðu áhrif á ástand húðarinnar.

Húðslípun, sýrumeðferð og nálastungumeðferð ná auknum vinsældum

Samkvæmt niðurstöðunum eru konur í algjörum meirihluta þeirra sem leita til húðlæknis vegna bólna. Húðslípun, sýrumeðferð og nálastungumeðferð eru dæmi um meðferðir sem eru að ná auknum vinsældum í baráttunni við bólur og fólk hikar ekki við að punga út himinháum fjárhæðum til að öðlast slétta húð.

„Það skiptir engu máli hversu gamall/gömul þú ert. Bólur geta haft slæm áhrif á sjálfsöryggið,“ sagði húðlæknirinn Emily Ross í viðtali við Daily Mail. Ross mælir með að fólk kynni sér þær meðferðir sem standa til boða við bólum. „Gerðu heimavinnuna þína, vertu viss um að sérfræðingurinn þinn sé með nauðsynlega menntun og ekki láta tilboð ginna þig.“

Það eru ekki bara unglingar sem fá bólur, fullorðnir eru …
Það eru ekki bara unglingar sem fá bólur, fullorðnir eru að fá þær í auknu mæli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda