Mögnuð leið til að komast yfir sykurlöngun

Það er erfitt að standast sætindi þegar sykurlöngun gerir vart …
Það er erfitt að standast sætindi þegar sykurlöngun gerir vart við sig. www.hotchocolatehits.com

Það kannast eflaust margir við sykurpúkann og hversu ágengur hann getur verið. Það er alltaf jafnerfitt að standast sykurinn þegar sykurlöngun gerir vart við sig. En meðfylgjandi er ótrúlegt einfalt ráð sem gæti hjálpað þér að komast yfir sykurlöngunina.

Þegar löngunin í kökur, ís eða súkkulaði gerir vart við sig gæti virst skynsamlegt að reyna að dreifa huganum og hætta að hugsa um sætindi. En rannsókn sem gerð var við Carnegie Mellon-háskólann í Pennsylvaniu leiddi annað í ljós. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að það er hjálplegt að ímynda sér sjálfa(n) sig borða mikið af þeim sætindum sem maður þráir hverju sinni.

„Að einhverju leyti jafnast ímyndun á við raunverulega upplifun. Munurinn á ímyndun og upplifun er líklegast minni en ætla mætti,“ sagði Joachim Vosgerau en hann hélt utan um framkvæmd rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Byrdie.com.

Þannig að næst þegar þig langar óstjórnlega mikið í súkkulaði, prófaðu þá að ímynda þér að þú sért að troða þig út af því og gáðu hvort löngunin minnkar ekki.

Sykur er afar ávanabindandi.
Sykur er afar ávanabindandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál