Hvað segja hægðirnar um þig?

Best er að kúka einu sinni til þrisvar á dag.
Best er að kúka einu sinni til þrisvar á dag. mbl.is/Eyþor

Eitt er víst, allt sem við innbyrðum skilar sér á endanum aftur út. Það getur gengið misvel hjá fólki að skila af sér því sem það hefur borðað og hægðirnar okkar geta sagt mikið um ástand líkamans. Ef að hægðirnar eru slepjulegar og olíumiklar þýðir það að líkaminn leysi fitu ekki nægilega vel en ef þær er litlar og ljósar þýðir það að einstaklingurinn borðar ekki nóg af trefjum.

Best er að kúka einu sinni til þrisvar á dag. Ef þú átt erfitt með það gæti meðfylgjandi listi af síðunni Mindbodygreen hjálpað til.

1. Drekktu nóg af vatni

Vatn hjálpar til við losa kúkinn út. Best er að drekka tæpa tvo lítra af vatni á dag. Til að losa enn betur um getur verið sniðugt að fá sér heitan kaffibolla eða piparmyntute að morgni til eftir vatnsglasið.

2. Borðaðu trefjaríka fæðu

Til þess að halda hægðunum reglulegum skiptir miklu máli að innbyrða nóg af trefjum. Um 50 grömm af trefjum á dag er hæfilegur skammtur til að halda hægðunum í lagi. Sveskjur eru afar trefjaríkar og með því að bæta nokkrum við morgunmatinn ættu hægðirnar að skána.

3. Taktu vítamín

C-vítamín og magnesíum geta hjálpað fólki sem á erfitt með hægðir. Ef að hægðirnar verða aftur á móti of linar er gott að minnka vítamínskammtinn. Járn og kalsíum getur valdið hægðatregðu svo ef þú ert að innbyrða það getur verið gott að taka einnig vítamín.

4. Hreyfing

Hreyfing skiptir miklu máli til að halda hægðunum góðum. Gerðu þrek- og styrktaræfingar eða farðu út í góðan göngutúr til að halda hægðunum stöðugum.

5. Ef ekkert annað virkar – róttækar aðgerðir

Ef ekkert af ofangreindu virkar getur verið gott að taka inn ýmsar jurtir sem virka eins og náttúruleg hægðarlyf eða einfaldlega panta tíma hjá lækni. Hægðartregða getur stafað af ójafnvægi í þörmunum og til þess að meðhöndla það þarf að fara til læknis.

Með því að fylgja þessum ráðleggingum ættu klósettferðinar að heppnast …
Með því að fylgja þessum ráðleggingum ættu klósettferðinar að heppnast betur. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda