Hvað segja hægðirnar um þig?

Best er að kúka einu sinni til þrisvar á dag.
Best er að kúka einu sinni til þrisvar á dag. mbl.is/Eyþor

Eitt er víst, allt sem við inn­byrðum skil­ar sér á end­an­um aft­ur út. Það get­ur gengið mis­vel hjá fólki að skila af sér því sem það hef­ur borðað og hægðirn­ar okk­ar geta sagt mikið um ástand lík­am­ans. Ef að hægðirn­ar eru slepju­leg­ar og ol­íu­mikl­ar þýðir það að lík­am­inn leysi fitu ekki nægi­lega vel en ef þær er litl­ar og ljós­ar þýðir það að ein­stak­ling­ur­inn borðar ekki nóg af trefj­um.

Best er að kúka einu sinni til þris­var á dag. Ef þú átt erfitt með það gæti meðfylgj­andi listi af síðunni Mind­bo­dygreen hjálpað til.

1. Drekktu nóg af vatni

Vatn hjálp­ar til við losa kúk­inn út. Best er að drekka tæpa tvo lítra af vatni á dag. Til að losa enn bet­ur um get­ur verið sniðugt að fá sér heit­an kaffi­bolla eða pip­ar­myntu­te að morgni til eft­ir vatns­glasið.

2. Borðaðu trefja­ríka fæðu

Til þess að halda hægðunum reglu­leg­um skipt­ir miklu máli að inn­byrða nóg af trefj­um. Um 50 grömm af trefj­um á dag er hæfi­leg­ur skammt­ur til að halda hægðunum í lagi. Sveskj­ur eru afar trefja­rík­ar og með því að bæta nokkr­um við morg­un­mat­inn ættu hægðirn­ar að skána.

3. Taktu víta­mín

C-víta­mín og magnesí­um geta hjálpað fólki sem á erfitt með hægðir. Ef að hægðirn­ar verða aft­ur á móti of lin­ar er gott að minnka víta­mínskammt­inn. Járn og kalsíum get­ur valdið hægðat­regðu svo ef þú ert að inn­byrða það get­ur verið gott að taka einnig víta­mín.

4. Hreyf­ing

Hreyf­ing skipt­ir miklu máli til að halda hægðunum góðum. Gerðu þrek- og styrktaræf­ing­ar eða farðu út í góðan göngu­túr til að halda hægðunum stöðugum.

5. Ef ekk­ert annað virk­ar – rót­tæk­ar aðgerðir

Ef ekk­ert af of­an­greindu virk­ar get­ur verið gott að taka inn ýms­ar jurtir sem virka eins og nátt­úru­leg hægðar­lyf eða ein­fald­lega panta tíma hjá lækni. Hægðartregða get­ur stafað af ójafn­vægi í þörm­un­um og til þess að meðhöndla það þarf að fara til lækn­is.

Með því að fylgja þessum ráðleggingum ættu klósettferðinar að heppnast …
Með því að fylgja þess­um ráðlegg­ing­um ættu kló­sett­ferðinar að heppn­ast bet­ur. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda