Bjór hollur fyrir hjartað

Sólbert er íslenskur aldinbjór sem margar konur kunna að meta.
Sólbert er íslenskur aldinbjór sem margar konur kunna að meta. Sólbert

Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að drykkurinn sem margir elska, bjór, er ekki svo óhollur eins og margir vilja meina. Þvert á móti getur neysla hans verið bráðholl, ef marka má rannsókn sem birtist í Scandinavian Journal of Primay Health Care.

1.500 konur tóku þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 50 ár. Áfengisneysla kvennanna var skoðuð og fylgst með hversu mikinn bjór, léttvín og sterkt áfengi þær innbirtu að jafnaði. Síðan var tíðni hjartaáfalla, heilablóðfalla, sykursýki og krabbameins mæld.

Þær konur sem drukku bjór í hófi, að jafnaði einu sinni til tvisvar í viku, voru í 30% minni hættu á að fá hjartaáfall heldur en þær sem drukku mikinn bjór, eða slepptu honum alveg, líkt og fram kemur í frétt Prevention.

„Rannsóknin bendir til þess að þegar bjórs sé neytt í hófi geti hann dregið úr líkum á hjartaáfalli, jafn vel í enn meira mæli en léttvín.“ Segir Andrea Giancoli næringarfræðingur og bjóráhugamanneskja.

„Við vitum enn ekki hvort það séu einhver töfraefni í bjór, en í honum er að finna flókin næringarefni sem hugsanlega eiga þátt í því að draga úr líkum á æðakölkun. Það er að segja ef hans er neytt í hófi.

Ekki er ráðlagt að drekka meira en eina litla flösku á dag, og alls ekki á að drekka allan vikuskammtinn á laugardegi. Sé bjórs neytt í mikils mæli verða hin heilsusamlegu áhrif engin, í raun getur hann þá þvert á móti valdið skaða.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru engu að síður mikið gleðiefni fyrir konur, og menn, sem þykir mjöðurinn góður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda