112 hlutir sem þú ættir að henda

Þessi kökuform vöktu kannski mikla lukku hjá þér og fyrrverandi. …
Þessi kökuform vöktu kannski mikla lukku hjá þér og fyrrverandi. Er ekki tímabært að losa sig við þau?

Er heimili þitt við það að springa úr dóti? Er alltaf allt út um allt og finnur þú kannski aldrei neitt? Hér er listi yfir dót sem þú mættir svo gjarnan losa þig við til að einfalda líf þitt og gera það betra. Í gær birti Smartland Mörtu Maríu pistil frá íslenskum grunnskólakennara sem hefur tekið upp mínimalískan lífsstíl sem gerir það að verkum að hún þarf varla að taka til lengur.

Hér er listi yfir dót sem þú ættir að henda (eða gefa öðrum):

1.  Umbúðum utan af vörum (Apple, sjónvarpi og fleira).

2. Herðatrjám úr efnalaugum.

3. Plastherðatrjám úr verslunum.

4. Útrunnum snyrtivörum.

5. Hálfkláruðum verkefnum (þið vitið um hvað er að tala).

6. Tímaritum.

7. Ljótum undirfötum sem þú þolir ekki að klæðast.

8. Gömlum naglaþjölum.

9. Gömlum málverkum.

10. Reikningum, skattaskýrslum og dóti sem er eldra en sjö ára.

11. Stökum sokkum.

12. Öllum auka bollum og könnum. Það er ekkert eðlilegt við að hafa alla skápa fulla af dóti sem enginn notar.

13. Bókum sem þú hefur aldrei lesið eða munt ekki lesa.

14. Gömlu tæknidóti eins og floppy diskum, VHS spólum, Beta spólum og svo framvegis.

15. Leikföngum sem enginn leikur sér með.

16. Afþurrkunar-klútum - þú þarft bara að eiga nokkra, ekki fullar skúffur.

17. Sprittkerti - notaðu þau eða hentu þeim.

18. Hentu út valmyndum sem þú notar aldrei.

19. Hentu gömlum afmæliskortum og jólakortum. Þú getur haldið upp á eitt og eitt sem hefur sérstöðu en þú þarft ekki að eiga marga árganga.

20. Útrunnum vítamínum.

21. Gömlum strigaskóm.

22. Plasthnífapörum.

23. Gömlum kryddum. Krydd endast ekki í meira en tvö ár.

24. Hleðslutækjum sem þú ert ekki að nota.

25. Bobby spennum.

26. Spilum sem vantar eitthvað í.

27. Hálfkláruðum naglalökkum.

28. Tölvuleikjum sem þú munt aldrei spila aftur.

29. Notuðum barnavörum.

30. Skartgripum sem þú notar aldrei.

31. Útrunnum mat sem eru að skemmast inni í frysti.

32. Teppum og öðru sem þú hefur ekki notað síðan þú endurhannaðir heimilið.

33. Ónotuðum ilmvötnum og rakspírum.

34. Gömlum handklæðum sem fá þig til að kasta upp þegar þú horfir á þau.

35. Framlengingarsnúrur sem þú ert löngu hætt/ur að nota.

36. Auka rúmfötum. Þú þarft bara tvenn rúmföt til skiptanna.

37. Plastboxum sem þú ert löngu hætt/ur að nota.

38. Gömlum peningum.

39. Slitnum hárteygjum.

40. Fötum sem passa engan veginn saman. 

41. Gömlum dagblöðum.

42. Útrunnum lyfjum.

43. Auka koddum.

44. Notuðum aðgöngumiðum.

45. Því sem þú hefur ekki notað í tvær vikur eða lengur.

46. Fötum sem eru meira en tveimur stærðum of lítil. Alls ekki hætt að reyna að passa í fötin en vittu til - þig mun langa í einhver önnur föt þegar markmiðinu er náð.

47. Hlutum sem þú hefur keypt en hafa ekki skilað sér í póst. Seldu fötin eða skilaðu þeim aftur.

48.  Tippexinu - þú veist þú notar það ekki.

49.  Óþörfum stílabókum.

50.  Pennum og blýöntum sem þú notar ekki.

51.  Litlum sjampó-brúsum frá ferðalögum síðustu ára.

52.  Skrautmunum sem veita þér enga gleði.

53.  Snúrum sem tilheyra ekki neinu sem þú átt.

54.  Skrúfum og öðru smíðadóti sem þú munt aldrei nota.

55.  Gömlum barnaleikföngum sem enginn leikur sér með lengur.

56.  Gömlu partí dóti.

57.  Gömlu brúðkaupsskrauti.

58.  Gömlum jólakortum frá fólki sem þú ert löngu hætt/ur að tala við.

59.  Gömlu páskaskrauti sem enginn man hvers vegna var keypt.

60.  Skrauti sem er bara notað einu sinni á ári.

61.  Sjampóinu sem þú keyptir en líkaði ekki.

62.  Blómapottum sem þú notar ekki.

63.  Vökvunarkönnunni fyrir blómin. Þú þarft hana ekki þegar þú átt engin blóm.

64.  Barnafötum sem allir eru vaxnir upp úr. Geymdu eitt og eitt eintak sem var sérstakt.

65.  Auk tölur. Það þarf enginn á þeim að halda nema viðkomandi reki saumastofu.

66.  Gömlum dagatölum.

67.  Fjölnota klökum. Þeir eru alveg dottnir úr tísku.

68. Kvikmyndum sem þú munt líklega aldrei horfa á aftur.

69.  Tösku úr verslunarmiðstöðinni sem þú munt líklega aldrei nota aftur.

70.  Auka pari af skærum. Það er nóg að eiga ein.

71.  Öllum auka-lélegu-heyrnartólunum sem enginn á heimilinu nennir að nota.

72.  Krullujárninu og sléttujárninu (ef þú notar það ekki).

73.  Higlighters sem þú hefur ekki notað í meira en mánuð.

74.  Ferðamálum sem leka eða eru of ljót til að ganga með.

75.  Skókössum sem þjóna engum tilgangi.

76.  Allskonar snyrtivöruprufum sem þú munt aldrei nota.

77.  Leikjum sem þú hefur ekki leikið í meira en ár.

78.  Auka málböndum - þú þarft bara eitt.

79.  Gömlum símahulstrum sem þú ert hætt/ur að nota.

80.  Heimtilbúnum hálsmenum sem þú notar aldrei.

81.  Útrunnum afsláttarmiðum.

82.  Skipulagshillunum sem þú keyptir en virka ekki því það er alltaf allt í rúst.

83.  Beltum sem þú passar ekki lengur í eða eru komin úr tísku.

84. Eldhúsdóti sem þú notar aldrei.

85. Kökuformum sem þú notaðir í fyrra en munt aldrei nota aftur.

86. Gömlu tannhvíttunarefni sem er útrunnið.

87.  Grjóthörðu sælgæti sem finnst í eldhússkápunum og enginn borðar.

88.  Gæludýrum sem öllum er sama um.

89.  Uppþornuðum límstiftum.

90.  Auka mæliskeiðum - það er nóg að eiga eitt sett.

91.  Gömlum skipulagsdagbókum.

92.  Gömlum kertum. Ef þú kveikir ekki á kertum er tilgangslaust að hafa fullar skúffur af þeim.

93. Krukkum utan af sultum og barnamat. Það þarf enginn að eiga fullar skúffur af þessu.

94. Útrunnum sólarvörnum.

95. Ferðavekjaraklukku. Við notum snjallsímana til að vekja okkur í dag.

96.  Stressboltanum.

97.  Gæludýraleikföngum sem ekki eru í notkun.

98.  Uppskriftarbókum sem þú eldar aldrei upp úr.

99.  Lyklum sem þú veist ekki að hverju ganga.

100. Buffum merktum fyrirtækjum. Hver vill ganga með slíkt?

101. Andlitsvatninu og húðkreminu sem þú notar aldrei.

102. Batteríum sem þú veist ekki til hvers voru keypt.

103. Hálfkláruðu kampavínsflöskunum.

104. Fulllituðum litabókum.

105. Púslum sem aldrei eru púsluð.

106. Tómum flöskum.

107. Auka skóhorni - þú þarft bara eitt.

108. Gömlum sólgleraugum sem þú ert hætt/ur að nota.

109. Ónýtum jólaseríum.

110. Ástarbréfum fortíðarinnar. Það er enginn tilgangur í að eiga þau lengur.

111. Símaskránni - hvar þarf hana þegar þú hefur internet og tölvu.

112. Pöntunarlistanum - í dag gerist allt á netinu. 

Þú þarft bara eitt par af mæliskeiðum. Ekki mörg.
Þú þarft bara eitt par af mæliskeiðum. Ekki mörg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál