„Er óhætt að stunda endaþarmsmök?“

Margt fólk vill prófa endaþarmsmök til að hressa upp á …
Margt fólk vill prófa endaþarmsmök til að hressa upp á kynlífið. pinterest.com

„Ég er í sam­bandi og mig lang­ar að prófa endaþarms­mök. Er óhætt að stunda endaþarms­mök? Þarf ég að hafa áhyggj­ur eða er eitt­hvað sem ég þarf að vita?“ spyr banda­rísk kona að nafni Gin.

 „Endaþarms­mök eru und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum ör­ugg, svo lengi sem þú ger­ir ákveðnar varúðarráðstaf­an­ir. Mörg­um þykir endaþarms­mök vera spenn­andi leið til að hressa upp á sam­band sitt, þarna eru marg­ir tauga­end­ar sem gott er að örva,“ skrif­ar lækn­ir­inn Laura Berm­an á vef­inn EverydayHealth.com.

„Áður en þú byrj­ar er þó mik­il­vægt að þú hafi ákveðinn skiln­ing á endaþarm­in­um. Hann, ólíkt pík­unni, fram­leiðir ekk­ert nátt­úru­legt sleipi­efni. Þetta eyk­ur lík­urn­ar á sárs­auka eða meiðslum. Þess vegna er nauðsyn­legt að hafa sleipi­efni við hönd­ina. Ég mæli líka með að nota smokk. Hann bæt­ir upp­lif­un­ina og ver ykk­ur einnig fyr­ir öll­um sýkl­um. Hafðu einnig í huga að það er mælt gegn því að setja lim­inn beint inn í leggöng eft­ir að hann hef­ur verið í endaþarm­in­um, vegna sýkla.“

„Láttu hann nota fing­ur­inn áður“

Berm­an mæl­ir svo með að byrj­end­ur fari hægt í sak­irn­ar. „Láttu hann nota fing­ur­inn áður. Prófaðu það nokkr­um sinn­um þar til þér finnst þú vera til­bú­in að fara alla leið. Hafðu líka í huga að það er mik­il­vægt að þú sért slök þegar þú stund­ar endaþarms­mök,“ út­skýr­ir Berm­an og mæl­ir til dæm­is með að fá nudd frá mak­an­um áður en í bólið er haldið.

„Það allra mik­il­væg­asta: hlustaðu á lík­amann og stoppaðu ef þú finn­ur fyr­ir sárs­auka.“

Langtímasambönd krefjast mikillar vinnu, bæði í bólinu og utan þess.
Lang­tíma­sam­bönd krefjast mik­ill­ar vinnu, bæði í ból­inu og utan þess.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda