Skólabróðir gaf Gyðu nýra

Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir fékk nýra frá gömlum skólabróður sínum.
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir fékk nýra frá gömlum skólabróður sínum.

Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur fékk bestu jólagjöf allra tíma þegar þegar hún fékk nýtt nýra. Gamall skólabróðir hennar gaf úr sér líffæri til að bjarga lífi hennar.

„Besta jólagjöf allra tíma ! 😊
Loksins er 4 ára bið lokið og ég komin með nýtt nýra sem hann Kjartan Jón Bjarnason gamli bekkjarfélagi minn og vinur úr MR ákvað að vera svo yndislegur og gefa mér. Okkur heilsast báðum rosalega vel eftir aðgerðina og allt hefur gengið framar öllum vonum,“ sagði Gyða á Facebook-síðu sinni.

Gyða er búin að vera nýrnaveik í 15 ár og hafa veikindin tekið sinn toll. Gyða á þrjú börn og var ráðþrota þegar hún fór í viðtal við Ísland í dag á Stöð 2 fyrir ári síðan. Fjölskylda hennar gat ekki gefið henni líffæri og því biðlaði hún til þjóðarinnar. Henni datt ekki í hug á þeim tímapunkti að nýrnagjafinn yrði gamall skólabróðir hennar úr MR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda