Lyf sem hægir á öldrun í sjónmáli

Vísindamenn telja sig geta hægt á öldrun.
Vísindamenn telja sig geta hægt á öldrun. Skjáskot The Telegraph

Fyrsta öldrunarlyf í heimi verður tekið til rannsókna á næsta ári, en vonir standa til að sjúkdómar líkt og Alzheimers og Parkinson muni heyra sögunni til.

Vísindamenn trúa því að hægt sé að hægja verulega á öldrun og hjálpa fólki að vera við góða heilsu allt til 120 ára aldurs. Töfralyfið heitir metformin og er í dag er notað gegn sykursýki, líkt og fram kemur í grein The Telegraph.

Það kann að hljóma sem skáldskapur en vísindamenn hafa þegar sýnt fram á að lyfið lengir líf dýra, svo sem músa og orma, til muna. Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur nú þegar gefið grænt ljós á rannsóknir á mönnum sem hefjast á næsta ári.

Ef rannsóknir ganga vel mun það hugsanlega þýða að fólk á áttræðisaldri geti í framtíðinni verið í svipuðu líkamlegu formi og fólk á sextugsaldri nú til dags. Læknar muni því hætta að berjast við einstaka sjúkdóma líkt og krabbamein, sykursýki og elliglöp, en þess í stað einbeita sér að undirliggjandi orsökum þeirra, öldrun.

„Ef við einblínum á öldrunina sjálfa og hægjum á henni, hægjum við í leiðinni á öllum sjúkdómum sem henni fylgja. Það er byltingarkennt og hefur aldrei gerst áður,“ sagði prófessor Gordon Lithgow, sem fer fyrir rannsókninni.

„Ég hef rannsakað öldrun í 25 ár, en hugmyndin um að prófa lyf sem hægir á henni hefði þótt óhugsandi hér áður fyrr.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda