Þorbjörg drakk kranavatn í Marokkó

Þorbjörg Hafsteinsdóttir og Thelma dóttir hennar.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir og Thelma dóttir hennar. mbl

Heilsu­drottn­ing­in Þor­björg Haf­steins­dótt­ir er les­end­um Smart­lands Mörtu Maríu vel kunn. Á sokka­bands­ár­um vefs­ins fór­um við sam­an í skemmti­legt heilsu­ferðalag með Þor­björgu þar sem hún leiddi fimm kon­ur sam­an með eitt mark­mið og það var að fá betri heilsu. Þor­björg er alltaf nokkr­um skref­um á und­an sinni samtíð og óhrædd við að taka áhætt­ur til að prófa sig áfram á sínu sviði en hún er hjúkr­un­ar­fræðing­ur að mennt og nær­ing­arþerap­isti. Á dög­un­um fór hún í ferðalag til Mar­okkó sem er ekki frá­sögu fær­andi nema fyr­ir þær sak­ir að á ferðalag­inu drakk Þor­björg vatn úr kran­an­um í stað þess að kaupa sér vatn á plast­flösk­um. Ég bara varð að spyrja hana út í þetta og fleira tengt heils­unni. 

Þor­björg byrj­ar á að segja mér frá því að hún hafi farið til Mar­okkó ásamt dótt­ur sinni. Þær hafi bara verið að slæp­ast og heim­sótt staði eins Marra­kech og Essa­ouira. Þor­björg er kunn þess­um slóðum því hún bjó í Mar­okkó í nokkra mánuði fyr­ir mörg­um mörg­um árum síðan og þekk­ir landið því þokka­lega. 

„Þetta var ótrú­lega gam­an og spenn­andi og við vor­um aðallega að labba og skoða og borða góðan mat. Við erum ekki fyr­ir að fylgja ferðamanna­stöðum en finn­um litla staði þar sem bara heima­menn koma. Þar er mat­ur­inn oft­ast best­ur. Marg­ir eru hrædd­ir við sýk­ing­ar og maga­k­veis­ur og þess vegna eru svo til all­ir túrist­ar með keypt vatn í al­ræmdu plast­flösk­un­um sem ég per­sónu­lega heyji stríð á móti. Við mæðgur tók­um okk­ar eign eit­ur­lausu vatns­flösk­ur með okk­ur og fyllt­um af vatni úr kran­an­um! Þannig losuðum við heim­inn við meng­un frá 45stk 1L plast­flösk­um! Það er ekk­ert að vatn­inu í Mar­okkó eða víðast hvar ann­ars staðar í heim­in­um en að sjálf­sögðu geta verið aðrar bakt­erí­ur en við erum vön alls staðar,“ seg­ir Þor­björg.

Hún bæt­ir því við að það sem skipti mjög miklu máli á ferðalög­um og í raun­inni í líf­inu sjálfu og það er að hlúa vel að melt­ing­ar­flór­unni og þörm­un­um. 

Þorbjörg Hafsteinsdóttir er höfundur bókarinnar, 10 árum yngri á 10 …
Þor­björg Haf­steins­dótt­ir er höf­und­ur bók­ar­inn­ar, 10 árum yngri á 10 vik­um sem sló al­ger­lega í gegn hér­lend­is. mbl.is/​Salka

„Ég hef alltaf verið mjög vak­andi fyr­ir þessu. Flór­an okk­ar er svo ótrú­lega mik­il­væg og stjórn­ar og hef­ur áhrif á svo að segja alla starf­semi í lík­am­an­um. Ég hef alltaf tekið inn mjólk­ur­sýru­gerla og hef prófað ótal marg­ar teg­und­ir frá mis­mund­andi fram­leiðend­um. Ég tel mig fyrst núna hafa fundið það sem ég hef verið að leita að. Síðustu mánuðina hef ég tekið PROBI MAGE LP299V og ég hef aldrei áður fundið eins mik­inn mun eins og á þess­um. Það kom svo skýrt í ljós í Mar­okkó­ferðinni þar sem við mæðgur drukk­um 3 L af krana­vatni dag­lega, borðuðum á alls kon­ar lókal stöðum þar sem þrifnaður­inn var ekki tipp toppi og þar að auki borðuðum dag­lega brauð með glút­eni sem við ann­ars lát­um ekki inn fyr­ir okk­ar var­ir og því átti ég allt eins von að finna svo­lítið fyr­ir því, en ekki al­deil­is, sem er í raun magnað! Við tók­um PROBI MAGE LP299V þris­var á dag og fund­um aldrei fyr­ir hvorki maga­verk, ógleði, uppþembu eða túrista­maga! Eng­in spurn­ing að þess­ir gerl­ar gera sitt enda eru þeir komn­ir til að vera og með í mín­um dag­legu rútín­um áfram og það sem eft­ir er. Ég þarf bara 1-2 stk á dag en sem sagt þegar ég er að ferðast tek ég fleiri. Ef maður vill vellíðan þá skipt­ir metling­in svo miklu máli ekki satt. Eitt af því allra mik­il­væg­asta sem hægt er að gera og sem ekki kost­ar nein ósköp er að taka gerla á hverj­um ein­asta degi. Ekki bara stund­um, en á hverj­um degi! Ég tek PROBI MAGE LP299V,” seg­ir Þor­björg. 

Þor­björg tók ekki bara með sér melt­ing­ar­gerla til Mar­okkó held­ur hreina og líf­ræna drykki sem heita Gin­ger­Love og Det­oxLove sem þær hrærðu út í kalt vatn. 

„Ég er búin að drekka Gin­ger­Love og Det­oxLove heita í all­an vet­ur en Gin­ger­Love og Det­oxLove eru líka æðis­leg­ir kald­ir. Þeir eru syk­ur­laus­ir, glút­en­laus­ir, raw og veg­an og líf­ræn­ir og öll inni­halds­efni þannig með súper­virkni sem styðja við lík­amann. Að drekka þá er frá­bær leið til að njóta lækn­andi og styrkj­andi eig­in­leika túr­meriks og engi­fers. Ég er nú ekki frá því að þetta verði „trend­inn“ í sum­ar! Þeir eru bara þannig! Drykk­irn­ir eru í senn vatns­los­andi, draga úr nartþörf og jafna blóðsyk­ur. Þeir inni­halda i trefjar sem er svo gott fyr­ir melt­ing­una og jafn­ar blóðsyk­ur. Det­oxLove er líka í upp­á­haldi hjá mínu fólki sem er að det­oxa því Tur­merikið góða inni­held­ur andoxun­ar­efni með hreins­andi áhrif og mat­ar­sód­inn af­sýr­ir lík­amann. Þannig að ég spyr nú bara hvernig get­ur eitt­hvað sem svona fá­rán­lega gott verið svona fal­legt og gott líka! Ekk­ert sam­visku­bit - bara góð nær­ing! Þetta eru drykk­ir sem er til­valið að taka með sér í vinn­una eða í ferðalagið. Og drekka í staðinn fyr­ir allt þetta kaffi! Auðvitað er allt í góðu lagi að drekka einn góðan bolla af kaffi á dag en hvernig væri að prófa að fá sér einn heit­an Gin­ger­Love síðdeg­is,” seg­ir hún.

Þor­björg hef­ur mikið rætt um syk­ur­neyslu í bók­um sín­um og á nám­skeiðum. Hún seg­ir að sú visa sé aldrei of oft kveðin að fólk þurfi að minnka syk­ur­neyslu sína. Síðustu 25 ár hef­ur Þor­björg verið meira og minna syk­ur­laus og seg­ir að það sé miklu auðveld­ara en fólk held­ur. 

„Ég sé að umræðan um syk­ur er kom­in aft­ur og ég býð hana vel­komna. Sú vísa er aldrei of oft kveðin. Ég er búin að vera að kveða þá vísu síðustu 25 ár að syk­ur­inn geti verið hættu­leg­ur í óhófi. Ég hef sjálf verið syk­ur­laus að mestu í 25 ár en málið er að okk­ur er al­veg óhætt að borða smá syk­ur en spurn­ing­in er hvað er smá? Og í hvaða formi? Það er ekki nokk­ur vafi á því að það gef­ur ótrú­lega mikið að vera í meðvitaðri syk­ur neyslu; bara ork­an og ein­beit­ing­in eykst svo að segja undireins. Í vet­ur var ég með níu 4 vikna uppseld nám­skeið á Gló í Fáka­feni. Mark­miðið var syk­ur­laus og kol­vetn­is­snauður lífs­stíll. 400 manns voru sam­mála um, að það er miklu auðveld­ara að stoppa með syk­ur­inn og allt það sem teng­ist hon­um, en þau héldu. Og það er eig­in­lega það sem er að stoppa marga; ímynd­un­in um að það sé eitt­hvað svaka­lega erfitt. Nei það sem er að stoppa fólk er að taka al­menni­lega ákvörðun um að hætta. Og það er allt ann­ar hand­legg­ur en sem ég fer vel í á mín­um nám­skeiðum,” seg­ir hún.

Í næstu vik­ur byrj­ar Þor­björg með tveggja vikna nám­skeið sem heit­ir Full af orku og syk­ur­laus fyr­ir fríið og verður nám­skeiðið haldið á Gló fyr­ir þá sem þrá að taka til í lífi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda