Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari fitumældi stelpurnar í Lífsstílsbreytingunni. Auðvitað segja kíló og fituprósenta ekki allt en það er engu að síður viðmið þegar markmiðið er að ná heilsufarslegum árangri.
Stelpurnar fjórar; Brynhildur Aðalsteinsdóttir, Eyja Bryngeirsdóttir, K Svava Einarsdóttir og Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir eru með misjöfn markmið þegar kemur að Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins.
Með því að fitumæla er auðveldara að sjá árangur og hvernig gengur í raun og veru að losa sig við kíló eða þyngja sig.