Fann strax mun á 17:7

Ása María Reginsdóttir ásamt manninum sínum, Emil Hallfreðssyni og syni …
Ása María Reginsdóttir ásamt manninum sínum, Emil Hallfreðssyni og syni þeirra.

Bókin 17:7 hormónalausnin var að koma út. Um er að ræða rafbók Gunnars Más Sigfússonar sem fjallar um fitusöfnun og hvað við getum gert til að vinna gegn henni.

Ása María Reginsdóttir, mágkona Gunnars Más, er ákaflega hrifin af bókinni og segir að hún hafi strax skilað henni miklum árangri. 

„Bókin er þannig sett upp og efnið svo spennandi og áhugavert að mér leið eins og ég væri að lesa spennusögu. Það vildi svo til að ég las bókina snemma morguns - og hafði þar af leiðandi ekki borðað í 14 klukkustundir og því var ég alveg óvart byrjuð á 17:7 strax þann sama morgun. Ég gat því ekki stigið upp úr rúminu fyrr en ég var búin að lesa alla bókina og glugga nú í hana í tíma og ótíma,“ segir Ása María. 

Hvað var það við bókina sem heillaði þig?

„Að vita að hún er byggð á rannsóknum Yoshinori Ohsumi sem hlaut Nóbelsverðlaunin 2016 á sviði lífeðlis- og læknisfræði. Það hlýtur að vera eitthvað sem heillar alla - og enginn má missa af!“

Ása María hefur um margra ára skeið hugsað ákaflega vel um heilsuna. Þegar ég spyr hana hvort henni finnist vera eitthvað nýtt í bókinni segir hún svo vera. 

„Það er þetta að sleppa morgunmatnum og fasta í staðinn fram að hádegismat. Það er löngu vitað að föstur hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsufar fólks en ég hef aldrei vitað hvernig maður ber sig að. Ég er því mjög spennt að fræðast meira um föstur en næstu þrjár vikurnar fæ ég daglega sent mail með ítarefni frá höfundi; þ.e fræðslu, uppskriftir og hvatningu,“ segir hún. 

Bókin 17:7 hormónalausnin gengur út á að fasta í 17 klukkustundir á sólarhring og borða í sjö tíma. 

„Þetta er mun auðveldara en það hljómar þar sem þú sefur megnið af tímanum. Hugmyndin er að gera líkamanum kleift að ganga sem mest á sinn eigin fituforða og halda matarlyst og sykurlöngun í lágmarki með aðferðum sem höfundur kynnir í bókinni. Ég finn mun á fötunum mínum já, en ég er aðallega ánægð með að ég lít frísklegar út og líður mjög vel,“ segir hún. 

Þegar ég spyr Ásu Maríu fyrir hverja bókin sé segir hún að bókin henti fyrir alla sem vilja setja heilsu og heilbrigði í forgrunn. Síðustu ár hefur Ása María sett sykurleysi í forgang í mataræði sínu. Hún segir að þessi bók gangi skrefinu lengra og það á annan hátt. 

„Síðasta bókin hans Gunna, Hættu Að Borða Sykur, hafði ótrúleg áhrif á mig og  matarvenjur mínar. Við Emil, maðurinn minn, höfum því undanfarin tvö ár reynt að sneiða hjá sykri og borðum alla jafna mat sem hefur sem minnst áhrif á blóðsykurinn. Skrefið lengra í þessu gæti því verið að vera ekki stöðugt að borða. Leyfa líkamanum að vera í friði hluta sólarhringsins og lausan við áreitni - og þess á milli að næra hann með alvöru mat.“

Hægt er að kaupa bókina HÉR. 

Rafbókin 17:7 hormónalausnin er komin út.
Rafbókin 17:7 hormónalausnin er komin út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda