Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringaþerapisti varð fyrir miklum vonbrigðum með þáttinn Sannleikurinn um heilsufæði eða Truth about Healthy Eating eins og hann heitir á ensku sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Svali og Svavar á K100 hringdu í Þorbjörgu í morgun og spurðu hana spjörunum úr.
„Ég var búin að setja mig í stellingar því ég hélt ég væri að fara að horfa á almennilegan þátt. Ég varð fyrir vonbrigðum því þátturinn var svo illa gerður,“ segir Þorbjörg.
Þorbjörgu fannst merkilegt að það hafi ekki verið minnst á sykur.
„Sykur er eitt af því sem við þurfum að ræða þegar kemur að hollustu. Hann hefur áhrif á allt hvað varðar okkar heilsu,“ segir hún.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið: