World Class auglýsir eftir handklæðaþjófi

Hér má sjá hvernig handklæðið er notað til þess að …
Hér má sjá hvernig handklæðið er notað til þess að halda hjólinu. ljósmynd/World Class

Líkamsræktarstöðin World Class birti mynd á Facebook-síðu sinni þar sem fyrirtækið biðlar til hjólreiðamanns að skila litlu handklæði á næstu æfingu en handklæðið er í eigu World Class.

Myndir náðust af bíl með hjól aftan á sér þar sem World Class handklæði er notað til þess að vernda hjólið frá rispum sem gætu myndast við flutninginn. Hjólið sjálft er rautt á litinn eins og lógó World Class og afar vandað eins og sést á myndunum. 

„Ég og Björn Boði strákurinn minn vorum að fara úr vinnunni í Laugum kl 18:10, keyrðum Kringlumýrarbraut og lentum fyrir aftan þennan bíl,“ segir Hafdís Jónsdóttir eigandi World Class. Hún er ekki ánægð með að handklæði fyrirtækisins séu notuð með þessum hætti og biður þjófinn vinsamlegast um að skila handklæðinu. 

Þessi handklæði eru ætluð viðskiptavinum okkar til notkunar við og á æfingum innan húsakynna World Class og er notkun annarsstaðar einfaldlega þjófnaður,“ segir meðal annars í tilkynningu World Class. 

Hjólreiðamaður er beðinn um að skila World Class handklæðinu.
Hjólreiðamaður er beðinn um að skila World Class handklæðinu. ljósmynd/World Class
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda