Smokkar fyrir konur hafa verið að ná vinsældum í Bandaríkjunum hægt og rólega síðustu árin en samt vinsældir þeirra hafa enn ekki náð til Íslands. Hver veit samt nema að Íslendingar smitist af æðinu bráðum.
Smokkurinn virkar sem hormónalaus getnaðarvörn þar sem að hann er settur inn í leggöngin og hindrar að sæði komist inn í legið. Á sitthvorum endum smokksins eru hringir, einn stærri sem að leggst yfir sköpin og einn minni sem fer efst í leggöngin.
Smokkurinn er stærri, lengri og víðari heldur en karlmanns smokkar og er hannaður til þess að stækka og minnka með leggöngunum.
Notkun smokksins minnkar líkurnar á að greinast með kynsjúkdóma eins og HIV vegna þess að hann dregur úr snertingu við húð.
Hann er einnig hjálplegur fyrir kynferðislega virkni en getnaðarlimur þarf ekki að vera stinnur til þess að nota smokkinn.
Ekkert latex er notað við gerð smokksins en þeir eru búnir til úr sama efni og í hönskum skurðlækna. Þeir semsagt rofna ekki en þú finnur snertingu í gegnum efnið þannig að þú missir ekki tilfinninguna í kynlífi.
Sérfræðingar segja að það taki smá tíma að venjast kvenkyns smokknum en eftir nokkur skipti finnurðu ekkert fyrir honum.