Þetta gerist ef þú plankar daglega

Plankaæfing á dag kemur skapinu í lag.
Plankaæfing á dag kemur skapinu í lag. mbl.is/Thinkstockphotos

Plankaæfingar eru einar af þægilegustu æfingum sem þú getur gert til að koma þér í form vegna þess að þær eru einfaldar og leyfa þér að ná miklum árangri á tiltölulega stuttum tíma. 

Ef þú ert að leita eftir einfaldri leið til að koma þér í form á stuttum tíma er sniðugt að gera plankaæfingar í að minnsta kosti mínútu daglega. 

Þetta er það sem gerist ef að þú gerir plankaæfingar á hverjum degi.

1.  Magavöðvarnir munu verða sýnilegri

Plankaæfingar eru fullkomnar til að móta magavöðvana. 

2. Þú minnkar hættu á meiðslum í baki og hrygg

Plankaæfingar byggja upp vöðvamassa án þess að setja of mikla pressu á hrygg og mjaðmir. Æfingarnar styrkja vöðvana sem styðja og umkringja bakið. 

3. Þú færð hraðari brennslu

Plankaæfingar eru frábær leið til að virkja allan líkamann og ef þú gerir planka einu sinni á dag muntu brenna meira yfir daginn, sem er mikilvægt ef þú situr allan daginn.  

4. Líkamsstaða þín verður mun betri

Plankaæfingar gera það að verkum að það verður auðveldara fyrir þig að standa stöðugt bein/n í baki.

5. Þú bætir jafnvægið þitt

Plankaæfingar styrkja vöðvana sem gefa þér jafnvægið sem þú þarft. Gott jafnvægi veitir þér betri árangur í öllum íþróttum.

6. Þú verður liðugri

Þegar þú ert í planka styrkir þú ekki bara alla helstu vöðva líkamans en þú ert einnig að teygja á kálfum og ristum. 

7. Þér mun líða betur andlega

Plankaæfingar hafa sérstök áhrif á taugarnar sem hjálpar að bæta skap okkar almennt. 

Ef þú hefur ekki mikla reynslu á því að planka skaltu byrja á því að gera æfinguna í 20 sekúndur fyrsta daginn og svo hægt og rólega vera lengur í stöðunni. Strax eftir 28 daga af plankaæfingum á hverjum degi ættirðu að sjá miklar framfarir. 

Michelle Obama gerir mikið af plankaæfingum.
Michelle Obama gerir mikið af plankaæfingum. skjáskot/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda