Hamingjusamt fólk á þetta sameiginlegt

Meiri frítími og minni peningar gerir fólk hamingjusamt.
Meiri frítími og minni peningar gerir fólk hamingjusamt. mbl.is/Thinkstockphotos

Það verður sífellt auðveldara að afla sér vitneskju um það hvernig má verða hamingjusamari enda beina vísindamenn sjónum sínum að hamingju og hamingjusömu fólki í auknum mæli. The Independent tók saman nokkrar staðreyndir um hamingjusamt fólk sem vísindamenn hafa komist að. 

Sambönd eru hamingjusömu fólki mikilvæg

Stór rannsókn sem skoðaði hundruð manna í yfir 70 ár komst að því að hamingjusamasta (og reyndar heilbrigðasta) fólkið ræktar gott samband við fólk sem það treystir. 

Tími fram yfir peninga

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að hamingjusamt fólk kýs að eiga meiri frítíma í staðinn fyrir meiri pening. Það eitt að reyna að tileinka sér þetta hugarfar getur gert heilmikið fyrir fólk. 

Peningur til að borga reikningana

Þrátt fyrir það sem segir hér að ofan virðist sem að fólki, sem nær endum saman, líði betur. 

Það gefur sér tíma

Fólk sem gefur sér tíma til að staldra við og hugsa um góðu hlutina í lífinu eru sagt vera ánægðara. 

Það gerir góðverk

„Það er betra að gefa en að þiggja“ er ekki svo galið. Það hefur sýnt sig að fólk sem gerir góðverk er hamingjusamara.   

Hreyfing

Hreyfing snýst um svo miklu meira en bara að brenna kaloríum. Rannsóknir hafa sýnt að meiri hreyfingu fylgir meiri hamingja. 

Það eyðir pening frekar í upplifanir en hluti

Svo virðist sem að það að hafa gaman sé meira virði en dýrir hlutir, að minnsta kosti á hamingjumælikvarðanum. Rannsóknir hafa sýnt að það getur aukið hamingju fólks að eyða í upplifanir. 

Að vera í núinu 

Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem stundar nútvitund býr yfir meiri vellíðan. 

Það eyðir tíma með vinum sínum

Góð samskipti við vini geta gert fólk hamingjusamara auk þess að náin vinasambönd (sérstaklega við hamingjusamt fólk) geta haft góð áhrif. 

Að eyða tíma með vinum sínum gerir fólk hamingjusamt.
Að eyða tíma með vinum sínum gerir fólk hamingjusamt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda