Hamingjusamt fólk á þetta sameiginlegt

Meiri frítími og minni peningar gerir fólk hamingjusamt.
Meiri frítími og minni peningar gerir fólk hamingjusamt. mbl.is/Thinkstockphotos

Það verður sí­fellt auðveld­ara að afla sér vitn­eskju um það hvernig má verða ham­ingju­sam­ari enda beina vís­inda­menn sjón­um sín­um að ham­ingju og ham­ingju­sömu fólki í aukn­um mæli. The In­depend­ent tók sam­an nokkr­ar staðreynd­ir um ham­ingju­samt fólk sem vís­inda­menn hafa kom­ist að. 

Sam­bönd eru ham­ingju­sömu fólki mik­il­væg

Stór rann­sókn sem skoðaði hundruð manna í yfir 70 ár komst að því að ham­ingju­sam­asta (og reynd­ar heil­brigðasta) fólkið rækt­ar gott sam­band við fólk sem það treyst­ir. 

Tími fram yfir pen­inga

Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að ham­ingju­samt fólk kýs að eiga meiri frí­tíma í staðinn fyr­ir meiri pen­ing. Það eitt að reyna að til­einka sér þetta hug­ar­far get­ur gert heil­mikið fyr­ir fólk. 

Pen­ing­ur til að borga reikn­ing­ana

Þrátt fyr­ir það sem seg­ir hér að ofan virðist sem að fólki, sem nær end­um sam­an, líði bet­ur. 

Það gef­ur sér tíma

Fólk sem gef­ur sér tíma til að staldra við og hugsa um góðu hlut­ina í líf­inu eru sagt vera ánægðara. 

Það ger­ir góðverk

„Það er betra að gefa en að þiggja“ er ekki svo galið. Það hef­ur sýnt sig að fólk sem ger­ir góðverk er ham­ingju­sam­ara.   

Hreyf­ing

Hreyf­ing snýst um svo miklu meira en bara að brenna kal­orí­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt að meiri hreyf­ingu fylg­ir meiri ham­ingja. 

Það eyðir pen­ing frek­ar í upp­lif­an­ir en hluti

Svo virðist sem að það að hafa gam­an sé meira virði en dýr­ir hlut­ir, að minnsta kosti á ham­ingju­mæli­kv­arðanum. Rann­sókn­ir hafa sýnt að það get­ur aukið ham­ingju fólks að eyða í upp­lif­an­ir. 

Að vera í nú­inu 

Rann­sókn­ir hafa sýnt að fólk sem stund­ar nút­vit­und býr yfir meiri vellíðan. 

Það eyðir tíma með vin­um sín­um

Góð sam­skipti við vini geta gert fólk ham­ingju­sam­ara auk þess að náin vina­sam­bönd (sér­stak­lega við ham­ingju­samt fólk) geta haft góð áhrif. 

Að eyða tíma með vinum sínum gerir fólk hamingjusamt.
Að eyða tíma með vin­um sín­um ger­ir fólk ham­ingju­samt. mbl.is/​Thinkstockp­hotos
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda