Hætti að borða sykur og lífið gjörbreyttist

Albert Þór Magnússon eigandi Lindex á Íslandi hætti að borða …
Albert Þór Magnússon eigandi Lindex á Íslandi hætti að borða sykur og finnur mjög mikinn mun á heilsunni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Al­bert Þór Magnús­son rek­ur Lindex á Íslandi ásamt eig­in­konu sinni. Líf hans hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um eft­ir að hann hætti að borða viðbætt­an syk­ur. 

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka syk­ur­inn út úr mataræðinu?

„Fyr­ir þrem­ur árum feng­um við, ég og syn­ir mín­ir, eink­irn­inga­sótt sem varð til þess að ónæmis­kerfið varð fyr­ir „árekstri“ eins og einn lækn­ir orðaði það. Í tvær vik­ur var ég hörku­veik­ur og í kjöl­farið var ég drulluslapp­ur næstu mánuði á eft­ir og flakkaði milli lækna í leit að lausn við stöðugum höfuðverkj­um, lungna­kvill­um og al­mennu heilsu­leysi. Ég hitti svo frá­bær­an lækni sem var með á hreinu hvað þetta var og sagði að senni­lega væri hægt að finna leið í gegn­um fæðuna en hann gæti ekki sagt hvað það væri, þetta væri mis­jafnt milli manna og ég þyrfti bara að prófa mig áfram.

Leit­in hófst og prófaði ég alls kyns út­gáf­ur eins og að verða veg­an, græn­met­isæta o.fl. með akkúrat eng­um ár­angri. Ég varð bara slapp­ur og orku­laus og verri ef eitt­hvað var,“ seg­ir Al­bert.

„Fyrsta upp­götv­un­in lá í því að ég hætti að drekka kaffi og koff­índrykki en það er um það bil ár síðan ég drakk minn síðasta kaffi­bolla, enda senni­lega bú­inn að fylla kvót­ann hvað þann drykk snert­ir. Það sagði mér að það gæti leynst meira í þessu og ég hélt áfram leit minni. Það var síðan þegar ég var að lesa grein­ar á net­inu að ég las um konu sem lýsti ástandi sínu nán­ast upp á punkt og staf eins og mínu. Lausn henn­ar var að hætta að borða hvít­an syk­ur. Þegar ég lagðist á kodd­ann það kvöld ákvað ég að morg­undag­ur­inn skyldi verða sá fyrsti í syk­ur­leysi en síðan eru liðnir um sex mánuðir,“ seg­ir hann.

Borðaðirðu mik­inn syk­ur?

„Mér fannst það ekki sjálf­um og í raun gat ég alltaf rétt­lætt mín­ar mat­ar­venj­ur þar sem ég æfði slatta á móti og fann því ekk­ert fyr­ir því. Ég var ekki mikið í sæl­gæti en þótti gott að fá mér gos og eft­ir­rétti af ýms­um toga. Eft­ir eink­irn­inga­sótt­ina breytt­ist þetta þannig að ég varð að skoða þetta af al­vöru og þá fattaði ég hvað syk­ur­inn var mik­ill hluti af minni dag­legu fæðu, allt frá morgun­korn­inu, gos­drykkj­um með matn­um í há­deg­inu og á kvöld­in og svo eft­ir­matn­um ásamt alls kyns sykruðum milli­mál­um sem söfnuðust upp þegar sam­an kom.

Einn sam­starfs­fé­lagi minn í Svíþjóð sagði mér í vor, eft­ir að ég byrjaði á þessu, að hann hefði tekið eft­ir því að ég fékk mér alltaf og þá meina ég alltaf eft­ir­rétt þegar við fór­um út að borða. Þetta sagði mér að mín hug­mynd um það hvað ég var að setja ofan í mig var ekki á rök­um reist.“

Fannstu strax mun?

„Í raun var þetta eins og hulu væri svipt af aug­un­um eft­ir um það bil 2-3 daga. Ég fann strax að það var eitt­hvað að ger­ast og fór strax að líða bet­ur. Ég skal þó viður­kenna að fyrstu þrjár vik­urn­ar voru erfiðar í að stilla sig inn á að all­ur syk­ur væri út af borðinu.

Eft­ir þess­ar þrjár vik­ur fór þetta að verða auðveld­ara og ég var far­inn að finna fleira sem mér þótti gott sem gat komið í staðinn fyr­ir syk­ur­inn og hef­ur satt að segja orðið sí­fellt auðveld­ara með hverj­um deg­in­um sem líður.“

Hvað færðu þér þegar þig lang­ar í eitt­hvað gott?

„Jarðarber og blá­ber eru í rosa­legu upp­á­haldi hjá mér þessa dag­ana. Ég er að plana að fara í berja­mó og fá mér slatta af ís­lensk­um blá­berj­um til að eiga í frysti yfir köld­ustu mánuðina. Svo ef það er al­gjör nauðsyn að hafa eitt­hvert auka­sætu­efni er hægt að teygja sig í Stevia sem er plönt­u­sætu­efni sem hækk­ar ekki blóðsyk­ur­inn og þú þarft mun minna af þar sem þetta er miklu sæt­ara en hvít­ur syk­ur.

Sóda­vatn með ferskri sítr­ónu og klök­um er gjör­sam­lega að gera það fyr­ir mig þessa dag­ana líka.

Svo eru alls kyns út­gáf­ur af smoot­hies sem ég fæ mér og passa ég mig á því að eiga nóg til af frosn­um ávöxt­um ef hungrið steðjar að.

Í heild er ég að borða meira af ávöxt­um en ég gerði en lyk­il­atriðið í þessu er að verða ekki mjög svang­ur, nokkuð sem ég klikkaði reglu­lega á áður en ég breytti um mat­ar­lífs­stíl.“

Er löng­un­in í syk­ur al­veg horf­in?

„Nán­ast. Ég skal viður­kenna að þegar ég sit á veit­ingastað og fólkið í kring­um mig er að panta ís með súkkulaðisósu og franska súkkulaðiköku þá á ég mín „mó­ment“, ég hef þó staðist það hingað til og eins og áður sagði verður þetta sí­fellt auðveld­ara.

Svo kem­ur fyr­ir að veit­ingastaðir eru með syk­ur­lausa lausn á boðstól­um og þá er ég með, al­sæll!“

Hvað hef­ur syk­ur­leysið gert fyr­ir þig?

„Ég til dæm­is ætla að fara á skíði í vet­ur en eitt af því sem ég hef ekki getað gert eft­ir þetta allt sam­an er að fara í brekk­urn­ar þar sem ég varð veik­ur án und­an­tekn­inga ef ég reyndi.

Einnig er ég að stunda segl­bretti og var að byrja að surfa í vor. Þetta hefði ég ekki getað gert með góðu móti ef ég hefði ekki snúið við blaðinu hvað varðar þenn­an hluta mataræðis­ins.

Ég er ekki týp­an sem er að stíga oft á vigt­ina enda get­ur það verið mjög mis­vís­andi en ég get sagt að ég þarf að fara að end­ur­nýja í fata­skápn­um og m.a. belt­in sem eru flest­öll hætt að passa.“

Sérðu fyr­ir þér að geta gert þetta að lífs­stíl að vera syk­ur­laus?

„Þetta er svona „einn dag­ur í einu“ dæmi held ég.

Son­ur minn, sem ætlaði að taka upp syk­ur­leysið eft­ir pabba sín­um kom inn í bíl, eft­ir að hafa fengið að fara sjálf­ur í eina versl­un­ar­ferðina, með kexpakka og orku­drykk og horfði á mig og sagði: „Ok, pabbi, ég get bara ekki lifað án syk­urs.“ Að það eigi við um mig tel ég ekki vera, mér líður frá­bær­lega og ég er ekki að fara að breyta því sem gott er – þetta er því orðið lífs­stíll.“

Lang­ar þig að taka virk­an þátt í Syk­ur­laus­um sept­em­ber á Smartlandi? Skráðu þig í stuðnings­hóp­inn okk­ar á face­book. 

Ertu að fylgja okk­ur á In­sta­gram? 

 

Tinna Marína þyngd­ist um 22 kíló og hef­ur aldrei verið ham­ingju­sam­ari. Lestu viðtalið á www.smart­land.is

A post shared by Smart­land (@smartland­mortumariu) on Sep 5, 2017 at 2:40am PDT

 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda