Þó svo að fólk sé kannski ekki að fá sér permanent í kynfærahárin þá má finna tískubylgjur á því svæði rétt eins og á hárinu sem vex á höfðinu. Hins vegar má fá ýmsar upplýsingar um líkama okkar og heilsu með því að skoða kynfærahárin eins og fram kemur í grein Prevention.
Þú ert að eldast
Fólk þarf kannski ekki að lesa í kynfærahárin til þess að finna út hvað það er gamalt. Hins vegar er það staðreynd að kynfærahárin breytast með aldrinum. Eftir að konur fara á breytingaskeiðið minnkar hárvöxturinn. Hann minnkar að sjálfsögðu annars staðar líka og rétt eins og hárin á höfðinu grána þá grána kynfærahárin með aldrinum.
Þú þarft að athuga hormónastöðuna