Guðmundur Andri léttist um tíu kíló

Guðmundur Andri Thorsson er tíu kílóum léttari.
Guðmundur Andri Thorsson er tíu kílóum léttari.

Guðmundur Andri Thorsson er tíu kílóum léttari eftir að hafa hætt að borða kex, kökur, nammi og mjólkurvörur. 

„Pabbi var með sykursýki 2, afi minn líka og afabróðir og raunar fleiri í fjölskyldunni. Ég hef alltaf verið meðvitaður um þann möguleika að fá sjúkdóminn, en staðráðinn í að forðast það. Ég er hins vegar átvagl og súkkulaðisvelgur: súkkulaðiís með súkkulaðisósu og þeyttum rjóma með dökkum súkkulaðispæni ... það er mitt nirvana,“ segir Guðmundur Andri á facebooksíðu sinni.

Fyrir nokkrum árum sagði læknir við Guðmund Andra að hann væri kominn að hengifluginu og þyrfti að draga úr sykuráti. 

„Ég notaði tækifærið, hætti þá að borða öll sætindi, allt nammi, allar kökur, allt frá Mjólkursamsölunni, hvað þá óþverra á borð við kók sem ég hef aldrei verið sólginn í, en nýt sykurs áfram í ávöxtum og drekk áfram létt vín í hóflegu hófi. Fyrir vikið fór blóðsykurinn nægilega langt niður til að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að fá sykursýki; ég losnaði við tíu kíló, fékk aukinn þrótt til að takast á við daglegt líf, varð léttari á fæti og léttari í lund, endurheimti spékoppa í andliti. Ég læt duga að úða aðeins í mig sörum kringum hájólin og stundum hnusa ég af súkkulaðimolum. Hefði ég haldið áfram á sömu braut hefði ég fengið sykursýki og þá hefði mitt heilsuvandamál verið orðinn vandi samfélagsins líka með tilheyrandi kostnaði fyrir aðra,“ segir hann.

Þegar Guðmundur Andri er spurður hvað hann borði í staðinn segist hann ekki borða neitt sérstakt. 

„Ég hætti bara að borða nammi og súkkulaðikex sem ég gat stundum klárað heilan pakka af án þess að vita af. Þetta var ekkert erfitt. Maður bara vissi að þetta væri bannað og það dugði mér alveg. En ég var náttúrlega kannski ekki með stórvægilegt offituvandamál eða einhverja rosafíkn í sykur eins og sumt fólk glímir við. Vandinn var alveg viðráðanlegur og ég þurfti enga hjálp.“

Hann segir að við getum sjálf tekið ábyrgð á eigin heilsu. 

„Það er líka ágætt að samfélagið setji þann kostnað sem af neyslu varnings getur hlotist inn í verð vörunnar sjálfrar með skatti, til að mynda á kóki og slíkum drykkjum. Það er ekki forræðishyggja heldur umhyggja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda