Missti 250 kíló á innan við tveimur árum

Í október 2016 gat Mexíkóinn Juan Pedro Franco kallað sig þyngsta mann í heimi og komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir að mælast 595 kíló. Síðan þá hefur Franco misst um 250 kíló. 

Á þeim tíma sem hann fékk þennan vafasama titil var hann rúmfastur, þjáðist af sykursýki, of háum blóðþrýstingi og átti erfitt með andardrátt. Læknar vöruðu hann við og sögðu hann vera í lífshættu ef hann grenntist ekki. Franco ákvað því að fara í aðgerð. 

Hann flutti ásamt móður sinni frá Aguascalientes til borgarinnar Guadalajara þar sem læknirinn hans, Jose Antonio Castaneda, var með stofu. Castenda setti Franco á strangan megrunarkúr í sex mánuði þar sem hann borðaði það sama og fólk borðar við Miðjarðarhafið (e. Mediterranean diet). 

Juan Pedro Franco æfir meira með hverjum deginum sem líður.
Juan Pedro Franco æfir meira með hverjum deginum sem líður. AFP

Í maí 2017 fór hann í sína fyrstu aðgerð þar sem hluti maga hans var minnkaður um 80 prósent. Sex mánuðum seinna fór hann í aðra aðgerð. Að sögn læknisins gat Franco ekki bara grennst með því að brenna kaloríum þar sem hann var rúmfastur á þessum tíma. Eina í stöðunni var að minnka maga hans. 

Í dag er Franco 33 ára og vegur 345 kíló. Castaneda telur að hann muni missa 100 kíló næsta eina og hálfa árið. Franco er þó enn fastur við súrefni allan sólahringinn en eyðir alltaf minni tíma í rúminu. Með því að nota göngugrind gat Franco tekið sín fyrstu skref í nokkur ár. Draumur hans er að geta gengið aftur. 

Franco er fölur vegna þess að hann fær litla sól. Hann eyðir dögunum sínum í að prjóna trefla og búa til nammi sem fjölskylda hans selur. Í frítíma sínum finnst honum gaman að syngja og spila á gítar. Stór hluti dagsins fer þó í æfingar. Hann lyftir meðal annars lóðum og hjólar með höndunum.  

„Ég er mjög glaður af því allt gengur vel,“ sagði Franco við AFP-fréttaveituna. „Hann gerir fleiri æfingar með hverjum deginum,“ bætti læknir hans við. „Hann reynir að standa upp sjálfur, líf hans er á réttri braut. Hann er með mjög jákvætt viðhorf.“

Juan Pedro Franco var eitt sinn 595 kíló.
Juan Pedro Franco var eitt sinn 595 kíló. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda