Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann en hann greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að dagurinn hefði farið í vaskinn ef svo má segja.
„Í dag var sykur- og hveitidagurinn mikli. Fór með barnabörnin að gefa öndunum. Eftir það fórum við heim og Albert beið með möndlutertu. Þá fórum við í bíó og ég fékk mér KitKat, popp og kók. Albert minn hafði fengið tak í bakið af öllum bakstrinum, svo að ég sótti flateyju (pizzu) í kvöldmat. Þá var bara eftir að salla á sig súkkulaði og fullt af því. Núna lekur sykur og hveiti út um eyrun á mér. 🤮
Sem sagt, ég „féll“ eða í það minnsta var öll hófsemi á bak og burt. Veit ekki hvort þetta hefur komið fyrir þig, en ég vildi bara gera þessa játningu til að láta þig vita að þú ert þá ekki ein/n um að detta í það, a.m.k. endrum og sinnum. En saman munum við aftur upp rísa,“ segir hann á Facebook.
Í október sagði Bergþór frá því hvernig lífið væri fyrir og eftir 15 kíló en á síðasta ári léttist hann mikið eða eftir að hann tók þátt í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað á Stöð 2.
https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2018/10/18/bergthor_palsson_fyrir_og_eftir_15_kilo/