Sérstök sóttkvíarvesti rjúka út í Ellingsen

Sóttkvíarvestin hafa selst vel síðan þau komu á markað.
Sóttkvíarvestin hafa selst vel síðan þau komu á markað.

„Þetta byrjaði eiginlega allt á fimmtudag, þá höfðu nokkrir aðilar samband við okkur að leita sér að sýnileikavestum fyrir fólk í sóttkví. Líklega hafa einhverjir gönguhópar farið að föndra slík vesti,“ segir Pétur Þór Halldórsson einn af eigendum Ellingsen sem tók upp á því að búa til sérstök sóttkvíarvesti sem hafa rokið út síðan þau komu á markað.

„Ég elska þegar frumkvæðið kemur frá viðskiptavinum. Þannig við reyndum að vinna hratt í Ellingsen og og seinnipart föstudag vorum við einfaldlega komin með slík vesti til sölu inn á ellingsen.is í ókeypis heimsendingu,“ segir hann. 

Aðspurður hvort slegist verði um vestin segist hann ekki vita það. 

„Við vitum auðvitað ekki eftirspurnina, en við eigum nóg til af þessu og vonum að sem flestir sýni gott fordæmi í göngutúrum í sóttkví. Haldi sér frá fjölförnum svæðum og séu í vesti,“ segir Pétur. 

Pétur Þór Halldórsson.
Pétur Þór Halldórsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda