Leikarinn Tom Hanks er enn að ná fullri heilsu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann hefur verið að vinna upp þrekið á síðustu vikum og tekið stuttar æfingar. Meðan hann var að ná sér varð hann búinn á því eftir aðeins 12 mínútuna æfingu.
Hanks og eiginkona hans Rita Wilson smituðust bæði af veirunni snemma í marsmánuði. Þau eru ekki lengur veik en það tekur á að ná fullri heilsu aftur.
„Rita varð mun veikari en ég. Hún var með miklu hærri hita. Hún missti allt lyktar- og bragðskyn. Ég var með slæma beinverki og var mjög þreyttur og þannig eru áhrifin sem veiran hafði á okkur,“ sagði Hanks í útvarpsviðtali á dögunum.
Hann bætti við að hann hefði reynt að halda sér í formi á meðan hann jafnaði sig á veirunni og gert 30 mínútna teygjuæfingar og „æfingar fyrir gamla karla“ en ekki haft þol til að klára æfinguna. „Ég var búinn á því eftir 12 mínútur,“ sagði Hanks.