Myndi aldrei vinna með feitu fólki

Samantha Yardley segir að feitt fólk sé ekki með rétta …
Samantha Yardley segir að feitt fólk sé ekki með rétta hugarfarið og að það eigi að taka ábyrgð á sjálfu sér.

Breski þjálf­ar­inn Sam­an­tha Yar­dley hef­ur verið gagn­rýnd harðlega fyr­ir um­mæli sín um að vilja ekki vinna með feitu fólki. Í blogg­færslu fyrr í þess­um mánuði sagðist hún ekki vilja vinna með feitu fólki því það hefði ekki rétta hug­ar­farið til að ná ár­angri. 

Í færslu sinni sagði hún að feitt fólk hefði enga sjálf­stjórn. Hún sagðist ekki trúa því að fitu­smán­un væri rétta leiðin en að sam­fé­lagið ætti ekki að samþykkja fólk sem er í yfirþyngd. 

„Sem kona í viðskipt­um og fyrr­um starfsmaður, myndi ég vinna með gríðarlega feitu fólki? Nei ég myndi ekki gera það. Það er harka­leg full­yrðin en sönn,“ sagði hún í færslu sinni. 

„Ég sé að þetta fólk hef­ur ekki rétta hug­ar­farið, hef­ur enga sjálf­stjórn og sýn­ir al­var­lega truflaða mann­eskju sem er lík­lega orku­laus og við lé­lega heilsu.“

Yar­dley mætti í spjall í morg­unþætt­in­um The Morn­ing á miðviku­dag­inn síðastliðinn þar sem hún stóð við orð sín og sagði að feitt fólk ætti að taka ábyrgð á sjálfu sér.

Hún sagði einnig að föt í yf­ir­stærðum ættu að vera minna sjá­an­legri í búðum svo erfiðara sé að nálg­ast þau. Þau gæti verið hvatn­ing fyr­ir fólk í stærri stærðum til að grenn­ast. 

„Við erum öll dæmd út frá því hvernig við lít­um. Ég dæmi ekki nokk­urn mann fyr­ir að vera aðeins í yfirþyngd. En mann­eskja sem er allt of feit, þá myndi mig gruna að hún væri með lítið sjálfs­traust, jafn­vel lifi rönd­um lífs­stíl eða það er und­ir­liggj­andi vanda­mál,“ sagði Yar­dley í þætt­in­um. 

Hún benti einnig á að fólk sem er í yfirþyngd taki næst­um því tvö­falt fleiri veik­inda­daga og séu orku­laus­ari og lat­ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda