Rúmlega þriðjungur fullorðinna sefur 6 tíma eða minna

Karen Rúnarsdóttir og Erla Björnsdóttir.
Karen Rúnarsdóttir og Erla Björnsdóttir.

Lyfja og Betri svefn, með dr. Erlu Björnsdóttur í fararbroddi, hafa undirritað samstarfssamning með það að markmiði að auka vitund Íslendinga um mikilvægi þess að sofa nóg.  Samningurinn felur í sér fræðslu um mikilvægi svefns og ráðgjöf handa þeim sem vilja sofa betur.

„Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Gallup sem var framkvæmd vorið 2019 kemur fram að rúmlega þriðjungur fullorðinna sefur 6 klst. eða minna á sólarhring sem er hættulega lítill svefn. Yfir helmingur þeirra sem svöruðu könnuninni telja sig ekki sofa nóg,“ segir Erla.

Átakið fer af stað í dag, 18. ágúst, og lýkur með ráðstefnu í Hörpunni þann 19.október. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Matthew Walker, höfundur bókarinnar Þess vegna sofum við og mun hann fjalla um eðli svefns, mikilvægi svefns fyrir líkama og sál og hætturnar sem fylgja því að fá ekki nægan svefn.

Á tímabilinu mun Lyfja bjóða upp á netspjall við svefnráðgjafa á heimasíðu sinni og beint streymi frá fyrirlestri dr. Erlu þar sem hún mun veita góð ráð við svefnleysi. Verslanir Lyfju munu bjóða til sölu ýmsar vörur sem stuðla að góðum svefni eins og bætiefni, kælikodda og lesgleraugu með blágeislavörn. Í netverslun Lyfju verður hægt að kaupa tólf vikna vefmeðferð við svefnleysi á vegum Betri svefns.

„Ég er virkilega spennt fyrir þessu samstarfi við Lyfju og tel að þetta sé mikilvægur liður í því að auka aðgengi að fræðslu um svefn og meðferðum við svefnvanda. Ljóst er að svefnleysi er stórt vandamál og því er þörfin svo sannarlega til staðar,” segir Erla. 

Karen Rúnarsdóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðssviðs hjá Lyfju segir að markmið þeirra sé að lengja líf og auka lífsgæði fólks. 

„Það er okkur því hjartans mál að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar og hjálpað fólki að sofa betur þar sem svefnvandi virðist vera að draga úr lífsgæðum margra,” segir Karen. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda