Framleiðir fæðubótarefni sem eykur kynhvöt kvenna

Gwyneth Paltrow beitir sér í því að auðvelda konum lífið.
Gwyneth Paltrow beitir sér í því að auðvelda konum lífið. Rachel Murray

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur nú sett á markað kynhvataraukandi fæðubótaefni sem eingöngu er ætlað konum. Henni er augljóslega mikið í mun að hjálpa konum við að auka kynferðislega löngun og ánægju þeirra því fyrir rúmu ári setti hún ilmkerti á markað sem áttu að koma konum í stuð.

Leikkonan stimplaði sig inn sem lífsstílsdrottning eftir að hún stofnaði fyrirtækið Goop hér á árum áður. Goop sérhæfir sig í að framleiða fæðubótarefni og selja vörur sem auka hvers kyns vellíðan en að vöruþróuninni koma margir vísindamenn og rannsakendur. Vísinda- og rannsakendateymi Goop hefur lagt allt kapp á að þróa þessa byltingarkenndu viðbót með lífeðlislegar hindranir kvenna fyrir augum.

„Þetta snýst ekki allt um kynlíf,“ segir Paltrow í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Goop og New York Post greindi frá. „Þetta snýst um að styðja við og auka ánægju okkar. Við skömmumst okkar ekkert fyrir að segja það að meginmarkmið okkar með þessari vöru er að hjálpa konum að skipta um gír og auka kynhvötina.“

Paltrow segir að konur séu undir alltof mikilli streitu í daglegu lífi, upplifi hormónasveiflur, kvíða og þreytu og þessir þættir geti haft sitt að segja um kynhvötina. Því sé mikilvægt að huga að kynferðislegu heilbrigði sínu og að innihaldsefnin í fæðubótarefninu feli í sér virkni til þess að stuðla að bættri kynlöngun. 

„Við upplifum þetta allar á einhverjum tímapunkti  þú ert ekki ein.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda