Finnst að Þórólfur eigi að segja af sér

Arnar Þór Jónsson var gestur í Þvottahúsinu.
Arnar Þór Jónsson var gestur í Þvottahúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að ef fólk standi ekki vörð um frelsi sitt sé hætta á að borgarlegt frelsi þeirra verði skert sífellt meira. Hann segir ferlið vera orðið mjög sýnilegt á mörgum sviðum samfélagsins. Arnar er lögmaður samtakanna Frelsi og ábyrgð sem mótmælt hafa sóttvarnaaðgerðum og bólusetningum hér á landi. Hann var gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið.

„Allt í einu áttar maður sig á því að þetta er ekkert bara eitthvað show. Þú ert ekkert bara einhver fín persóna í einhverju nefndarhlutverki því það fylgir þessu mögulega bara einhver ábyrgð og viltu þá ekki bara axla hana? eða ætlar þú bara að flýja hana. Og ef þú ætlar bara að flýja hana veistu hvað þú þá ert? Bara pappakassi,” segir Arnar um upplifun sína á embættisfólki. 

Arnar segir að þegar talað er um bóluefni gegn kórónuveirunni þá sé um tilraunaefni að ræða. Hann segir fólk sem þiggi bóluefni sé almennt ekki nógu upplýst um mögulegar aukaverkanir, sem hann segir að séu mörg dæmi um hér á Íslandi og í útlöndum. 

Hvað varðar sjálft bólusetningarferlið þá finnst honum einkennilegt að fólki sé ekki tjáð það með neinum hætti hverjar mögulegar aukaverkanir gætu verið við þessari lyfjagjöf eins og annars væri alltaf til staðar í samskiptum læknis og skjólstæðings.

Hann vill meina að ábyrgðarhlutinn sé í raun lagður á almenning, en án þess að upplýst samþykki sé til staðar.

Í þessari umræðu allri um hvort bóluefnin séu yfir höfuð að virka sem skildi, með eða án aukaverkana, þá finnst Arnari skrítið að lyfið sem slíkt eða framleiðandi lyfjanna fái alltaf að njóta vafans. Í því samhengi finnst honum einkennilegt að við séum tilbúin að taka þessa áhættu að honum finnst með að bólusetja börnin því lyfin fái að njóta vafans í stað barnanna.

Hvað varðar valdbeitingu og meinta ofríkishegðun segir Arnar að við séum ekki enn farin að sjá það sem er greinilega orðið sýnilegt í öðrum löndum eins og í Austurríki, Þýskalandi, Ástralíu og víðar. Hann vill þó meina að það vald sem sóttvarnarlæknir virðist hafa sé óeðlilegt og óábyrgt sérstaklega í því ljósi að sóttvarnarlæknir í raun afsali sér allri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru í sambandi við sóttvarnaraðgerðir, því alltaf sé aðeins um minnisblöð að ræða. Lokaákvörðunin sé alltaf hjá ráðherra sem svo bendir bara á móti á sóttvarnarlækni sem sérfræðinginn.

„Þórólfur er eflaust bara góður drengur og vel meinandi en að hafa einn mann með ótemprað svona vald, sérfræðivald sem að þar að auki er settur á stall af læknastéttinni og það má engin gagnrýna manninn, þetta er sjúklegt ástand,” segir Arnar og bætir við. „Nú ætla ég bara að segja það hér í þessari útsendingu að ég tel að Þórólfur megi sko fara að líta alvarlega í eigin barm og ég telji að honum hafi orðið á alvarleg mistök 13. desember sem ættu líklegast að verða til þess að hann segi af sér,” segir Arnar.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda