Af hverju að leyfa hundinum að þefa?

Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Hund­ar þefa af ofboðslega mörg­um ástæðum. Þef hef­ur ró­andi áhrif og get­ur verið góð örvun fyr­ir eldri hunda. Dýra­lækn­ar og hunda­at­ferl­is­fræðing­ar hafa lagt mikla áherslu á mik­il­vægi þess að leyfa hund­um að þefa í göngu­túr­um en hunda­eig­end­ur hafa marg­ir hverj­ir nýtt tím­ann ein­göngu í hreyf­ing­ar­skyni. Nú segja sér­fræðing­ar að það eigi ekki að kippa í ól hunds­ins, held­ur að leyfa hon­um að stoppa og þefa og að hags­bæt­ur þess séu mikl­ar fyr­ir heilsu hunds­ins, sér­stak­lega eldri hunda. 

Ald­ur­stengd heilsu­far­svanda­mál

Sum­ir hund­ar, sér­stak­lega eft­ir því sem þeir eld­ast, eiga til að ganga af minni krafti og í skemmri tíða en áður og kjósa að eyða tím­an­um í að þvæl­ast um og kanna lykt­ina sem þeir finna í kring­um sig. Þetta er eitt­hvað sem eig­end­ur ættu að taka vel eft­ir og leyfa, jafn­vel þó það sé pirr­andi og ef­laust þreyt­andi fyr­ir eig­and­ann til lengd­ar. 

Í er­indi sem var flutt á BSA­VA 2023 þing­inu, um það hvernig eigi að aðlaga sig að því að lifa með og sinna þörf­um eldri hunda, töluðu sér­fræðing­ar um mik­il­vægi þess að tryggja það að hund­ar væru enn virk­ir og örvaðir jafn­vel þó að lík­am­inn væri far­inn að hægja á sér eða að hund­ur­inn væri far­inn að þróa með sér ald­ur­stengd heilsu­far­svanda­mál eins og slit­gigt.  

AFP

„Að þefa er mjög, mjög mik­il­vægt“

„Ég held að þú þurf­ir að skipta um takt, and­lega, þegar þú ert að sinna hundi með slit­gigt; í stað þess að þú og fé­lagi þinn farið út í skemmti­leg­an göngu­túr, hvert sem þú mynd­ir vilja fara, þá verða göngu­túr­arn­ir að vera miðaðir að hund­in­um,“ sagði Zoe Bels­haw, dýra­lækn­ir sem vinn­ur hjá BSA­VA Old Age Pets–verk­efn­inu.

„Eft­ir því sem flest­ir hund­ar eld­ast verða þeir æ meira hvatt­ir til að þefa, óháð því hvort það er það sem þeir vildu gera áður eða ekki. Ég held að það sé gríðarlega mik­il­væg­ur hluti af lífs­gæðum þeirra, að geta þefað. Eldri hund­ar þurfa ekki að ganga stans­laust í tíu mín­útna göngu­túr. Ef þú hef­ur tíu mín­út­ur og þeir kjósa að eyða níu og hálfri mín­útu í að þefa af ljósastaur; fyr­ir þann hund er það svo miklu betra en ef þú reyn­ir að draga hann í hring­ferð um blokk­ina.“

„Að þefa er mjög, mjög mik­il­vægt. Þú verður að end­ur­skipu­leggja til­gang göng­unn­ar svo þú verðir ekki óður yfir því að hafa staðið við ljósastaur í níu og hálfa mín­útu.“

Hundur af Labrador-kyni.
Hund­ur af Labra­dor-kyni. Ljós­mynd/​Ingólf­ur Guðmunds­son

Finndu eitt­hvað sem læt­ur tím­ann líða

„Dýra­lækn­ar eiga að segja hunda­eig­end­um að niður­hala hlaðvarpi eða gera eitt­hvað sem læt­ur tím­ann líða svo að göngu­túr­inn þró­ist ekki í or­sök gremju. Það sem fer þá að ger­ast er að eig­and­inn fer stöðugt að kippa í ól hunds­ins þar sem hon­um finnst rétt­ara að hann sé á hreyf­ingu eða að hann sé sjálf­ur orðinn þreytt­ur á þef­inu. Þefið er mjög mik­il­vægt og það á að styðja og hvetja við þá hegðun í göngu­túrn­um.“

Annað sem fólk get­ur nýtt sér til að auðvelda lífið fyr­ir aldraða hunda, er meðal ann­ars að leggja niður mjúkra grip­mott­ur til að koma í veg fyr­ir að þeir falli; leika við þá á mis­mun­andi vegu; fóðra þá á ný­stár­leg­an hátt og breyta ekki heim­il­is­um­hverf­inu of mikið. 

„Við þurf­um að breyta því, hvernig fólk leik­ur við gælu­dýr­in sín“

Em­ily Cowderoy, dýra­lækn­ir og sjúkraþjálf­ari við Royal Vetern­ary Col­l­e­ge, sagði ný­lega að það að láta hund sækja, henti oft ekki hund­um með hreyfi­vanda­mál. 

„Oft er ég er að biðja eig­end­ur um að hætta ákveðnum leikj­um sem þeir eru að gera með sjúk­ling­um,“ sagði hún. „En það þýðir ekki að við séum að taka alla gleðina úr lífi dýr­anna, það þýðir ein­ung­is að við þurf­um að breyta því hvernig við leik­um við gælu­dýr­in okk­ar.“

„Ef við lít­um á þetta frá liðagigt­ar­sjón­ar­horni þá er hent­ug­ast að rúlla til þeirra leik­fang­inu í stað þess að kasta því og láta þá hlaupa og sækja. Bara að fá þá til þát­töku.“

Fyr­ir hunda sem þjást af skerðingu á hugs­un og vit­rænni getu eða sjón- og heyrn­artapi er lyk­il­atriði að not­ast við lykt­ar­skynið. Til dæmið get­ur það ekki aðeins verið skemmti­leg upp­lif­un fyr­ir hund­inn, að fela mat­inn á hinum ýmsu stöðum held­ur hjálp­ar það einnig við að halda hug­an­um skörp­um. 

The Tel­egraph

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda